Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Ted Potter Jr.?

Ted Potter Jr. sigraði í gær, 11. febrúar 2018 á AT&T Pebble Beach ProAm.

Hann skaut þar með ekki ófrægari kylfingum ref fyrir rass en nr. 1 á heimslistanum (átti heil 3 högg á hann) og eins fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jason Day (átti einni 3 högg á hann).

Annar fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð í mótinu.

En hver er kylfingurinn: Ted Potter Jr?

Ted Potter, Jr. fæddist í Ocala, Flórída, 9. nóvember 1983 og er því 33 ára.

Ted kvæntist eiginkonu sinni Cheri Charles 19. ágúst 2016. Þau búa í Silver Springs, Flórída.

Ted gerðist atvinnumaður í golfi 2002.

Golfklúbburinn sem Ted er í, er Golden Hills Golf and Turf Club (í Ocala, Florida).

Árið 2012 vann Potter Greenbrier Classic mótið á PGA Tour og þá skrifaði Golf 1 eftirfarandi kynningargrein um Potter, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Ýmsir fróðleiksmolar um Ted Potter:

Faðir hans fékk hann til að byrja í golfi þegar Ted var 2 ára.
Meðal áhugamála Potter eru veiðar og fiskveiðar.
Uppáhaldskvikmynd Ted er „Caddyshack,“ og hann segir að auk sín myndu Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player vera í draumaholli hans.
Hann hlaut ekki formlega golfkenslu. Ted þróaði leik sinn ásamt föður sínum, sem var golfvallarstarfmaður. Hann er rétthentur en honum fannst töff að spila örvhent vegna þess að pabbi hans var þar og er því í raun jafnvígur á báðar hendur í golfinu.
Hann varð atvinnumaður í golfi um leið og hann úrskrifaðist úr menntaskóla og vann í golfkerruleigunni á Lake Diamond G&CC í Ocala, Fla., til þess að komast á Moonlight Tour í Flórída.
Ted hefir 4 sinnum farið holu í höggi í kepppnum.
Ted myndi langa til að spila á Augusta National dag einn.
Fyrsti bíllinn hans var Ford Ranger pickup en nú keyrir hann um á Nissan Titan.
Ted finnst gaman að horfa á Golf Channel.