Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 21:00

„Hvíti hákarlinn“ kann svo sannarlega að halda upp á afmæli sitt!

Greg Norman, alías „hvíti hákarlinn“ kann svo sannarlega að halda upp á afmæli sitt, en kappinn varð 63 ára, 10. febrúar þ.e. á laugardaginn sl.

Norman og fjölskylda hans voru á siglingu í snekkju hans í kringum Bahama eyjar.

Þar stoppaði hann m.a. á Exuma og heimsótti svín, sem fræg eru fyrir að synda í sjónum.

Greg í sjónum með svínunum hjá Bahama eyjum

Hann lá auk þess í sólbaði og renndi sér síðan í vatnsrennibrautinni, sem hann er innbyggð í snekkju hans og beint í sjóinn.

Um kvöldið var síðan afmælispartý og snekkjan glæsilega upplýst í bleikum ljósum.

Já, þeir sem standa sig jafnvel í golfi og Norman eiga skemmtileg efri ár!