Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 12:00
GM: Golfað fyrir lífið 1. júní n.k.

Föstudaginn 1. júní n.k. kl. 18.00 leggja feðgarnir Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson af stað í maraþongolf á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þar ætla þeir að spila golf í heilan sólarhring. Tilgangurinn er að styrkja MND félagið á Íslandi en þeir feðgar hafa m.a. hlaupið heilt maraþon til styrktar MND félaginu. Markmiðið er að vekja athygli á MND hreyfitauga hrörnunarsjúkdómnum og á sama tíma safna styrkjum fyrir MND félagið á Íslandi. Feðgarnir óska eftir liðsstyrk og hafa því stillt upp æsispennandi golfmóti samhliða maraþoninu. Þeir sem taka þátt eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun. Aðeins 10 lið komast að í þessa áskorun og eru allar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 10:00
Eiginkona Lucas Glover handtekin vegna heimilisofbeldis

Krista Conley Glover, eiginkona bandaríska kylfingsins Lucas Glover, var handtekin og ákærð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að streitast á móti við handtöku án ofbeldis þó á Players Championship á TPC Sawgrass s.l. helgi. Skv. lögregluskýrslu á Krista að hafa ráðist á sigurvegara Opna bandaríska 2009, Lucas Clover og móður hans og sagt er að hún verði mjög viðskotaill „í hvert sinn sem hann spili illa í mótum.“ Aumingja Lucas Glover að þurfa að búa við svona andlegt ofbeldi!!! Síðasta atvikið átti sér stað nærri húsi sem Glover fjölskyldan tók á leigu á Ponte Vedra Beach, í Flórída, þar sem Players Championship fer fram. Lucas Glover komst ekki í gegnum 54 holu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-6 e. 2. dag á Kissimmee Regionals!!! Glæsilegur!!!
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu taka þátt í NCAA Regionals á Reunion Watson vellinum, í Kissimmee, Flórída. Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Mótið stendur dagana 14.-16. maí 2018 og verður lokahringurinn því spilaður í dag. Gísli hefir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum (71 68) og er T-6. Glæsilegur!!! Bjarki hefir spilað á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (79 71) og er í 64. sæti í mótinu. Hann bætti sig um heil 8 högg milli hringja og slakur 1. hringurinn ástæða þess að Bjarki er ekki mun ofar á stigatöflunni!!! Lið Bjarka og Gísla, Kent State er í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Gunnlaugsson – 15. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Magnús Gunnlaugsson. Magnús er fæddur 15. maí 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Magnúsar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Magnús Gunnlaugsson – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Venturi (15. maí 1931 – 17. maí 2013); Henry Dudley Wysong, Jr., (15. maí 1939 – 29. mars 1998); James Bradley Simons (15. maí 1950 – 8. desember 2005); Indverski kylfingurinn SSP Chowrasia, 15. maí 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Álvaro Velasco Roca, 15. maí 1981 (37 ára); Pablo Larrazabal, 15. maí 1983 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2018 | 11:00
GSÍ: Framtíðarsýn 2025 – Afreksstefna

Framtíðarsýn 2025 – afreksstefna GSÍ er aðgengilegt á rafrænu formi á golf.is Sjá með því að SMELLA HÉR: Þar kemur m.a. fram að framtíðarsýnin er að íslenskir kylfingar komist á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Skapa umhverfi sem eflir frammistöðu íslenskra kylfinga til þess að ná árangri á alþjóðavettvangi. Þessu markmiði verður náð með því að fjárfesta í framþróun leikmanna og þjálfara og með því hlúa að hæfileikafólki. Lokamarkmiðið er að byggja upp betra fólk, betri íþróttamenn og betri kylfinga. Gildin sem unnið er með í afreksstefnunni eru: SAMSTAÐA Við erum kannski lítil þjóð, en við stöndum saman og erum stolt. Við munum styðja hvort annað. SEIGLA Við erum sterk í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2018 | 07:00
Nýja konan í lífi Tiger

Tiger hefir verið að deita konu að nafni Erica Herman á sl. mánuðum. Greint var opinberlega frá sambandi þeirra í nóvember 2017, en Erica hefir sést á mótum þar sem Tiger keppir, m.a. á The Players Championship s.l. helgi. En hver er þessi Erica Herman? Sagt er að hún hafi verið aðalframkvæmdastjóri veitingastaðar Tiger í Jupiter, Flórída, en gegni ekki því starfi lengur. Áður en Erica hóf samband sitt við Tiger var hún að deita Jesse Newton, sem er forseti og framkvæmdastjóri Jin & Tonic Hospitality Group í Orlandó, Flórída. Fortíð Ericu, áður en hún hóf samband sitt við Tiger er sögð gruggug; henni er lýst sem partýdömu og gullgrafara. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2018 | 00:01
Guðrún Brá og Valdís Þóra komust ekki g. úrtökumót f. Opna bandaríska

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni tóku í gær þátt á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska kvenmeistaramótið. Þær komust ekki áfram, en fjórir kylfingar fengu keppnisrétt á risamótinu, sem fram fer í Shoal Creek í Alabama í Bandaríkjunum dagana 29. maí – 3. júní. Guðrún Brá lék hringina tvo á 13 yfir pari (78-79) og varð T-39. Valdís Þóra lék á 14 yfir apri (74-84) og varð T-42. Keppt var á Buckinghamshire vellinum, í London, Englandi og voru 78 keppendur á þessu úrtökumóti. Valdís Þóra endaði í 3.-5. sæti á þessu móti í fyrra. Tveir efstu kylfingarnir í mótinu komust beint inn á Opna bandaríska. Valdís Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 22:00
Pitkänen: „Verðum að byggja á velgengninni“

Á blaðamannafundi á vegum GSÍ í dag, þar sem var farið yfir það sem framundan væri í golfinu í sumar fór Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, m.a. yfir það helsta í íslensku golfi á síðasta ári og það sem af er árs. Svo sem allir vita hefir golf á Íslandi aldrei verið eins blómlegt og á sl. ári. Jussi benti m.a. á að við ættum tvo kvenkylfinga, sem spila á bestu mótaröðum heims, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og LPGA og Valdísi Þóru Jónsdóttur á LET og að Birgir Leifur Hafþórsson hefði sigrað á Áskorendamótaröð Evrópu. Þetta var samhljóða því sem forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson sagði í ávarpi sínu á undan Jussi, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 20:00
Áframhaldandi farsælt samstarf GSÍ og Eimskips – Skrifað undir samning í 8. sinn

Farsælt samstarf Golfsambands Íslands og Eimskips mun halda áfram. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips skrifuðu í dag undir samning þess efnis. Eimskip verður áfram styrktar- og samstarfsaðili Golfsambands Íslands. Keppnistímabilið 2017-2018 er það áttunda í röðinni undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar. Gylfi sagði Eimskip leggi sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar golfíþróttarinnar líkt og á undanförnum átta árum. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að Eimskip velur að styðja við golfíþróttina. Golf er frábær fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt land. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið þátt, allt frá börnum til afa og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Blair O´Neal —— 14. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Blair O´Neal. Blair O´Neal fæddist 14. maí 1981 í Macomb, Illinois og er því 37 ára í dag . Hún fluttist aðeins 2 ára gömul til Arizona. Þegar hún var lítil var hún í ballet, jazzballet og hafði gaman af klappstýruleikjum en féll algerlega fyrir golfinu 11 ára gömul. Hana dreymdi um að fara í Arizona State háskólann og vinna gullið með golfliði skólans og að verða einn góðan veðurdag atvinnukylfingur. Frá 12 ára aldri æfði hún stíft, oft með pabba sínum oft langt fram yfir sólsetur á æfingasvæðinu. Það var stuðningur fjölskyldu hennar sem gerði golfferil hennar mögulegan: Hún var í U.S. Junior Ryder Cup Team Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

