Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 10:00

Eiginkona Lucas Glover handtekin vegna heimilisofbeldis

Krista Conley Glover, eiginkona bandaríska kylfingsins Lucas Glover, var handtekin og ákærð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að streitast á móti við handtöku án ofbeldis þó á Players Championship á TPC Sawgrass s.l. helgi.

Skv. lögregluskýrslu á Krista að hafa ráðist á sigurvegara Opna bandaríska 2009, Lucas Clover og móður hans og sagt er að hún verði mjög viðskotaill „í hvert sinn sem hann spili illa í mótum.“

Aumingja Lucas Glover að þurfa að búa við svona andlegt ofbeldi!!!

Síðasta atvikið átti sér stað nærri húsi sem Glover fjölskyldan tók á leigu á  Ponte Vedra Beach, í Flórída, þar sem Players Championship fer fram.

Lucas Glover komst ekki í gegnum 54 holu niðurskurð eftir að spila á 78 á 3. hring.

Skv. lögregluskýrslunni sagði Lucas Glover að kona hans hefði byrjað að „öskra“ á sig og hafi haldið því áfram eftir að börnunum hafði verið komið í háttinn.

Hann sagði líka að kona sín hefði„verið að drekka allan daginn“ og hefði kallað hann  „p***y” og“loser” (ensk skammaryrði) þegar hann spilaði, að hennar mati, illa.

Þegar 62 ára móðir Lucas Gloves gekk á milli „beindi eiginkona mín reiði sinni að meðalgöngumanninum.“

Lögreglunni fannst ástæða til að handtaka Kristu þegar þeir tóku eftir „meiðslum á hægri handlegg Lucas Glover“ og „fjölda allan af áverkum á handleggjum móður Lucasar“ sem og „blóð á fötum og húð“ s.s. segir í lögregluskýrslu.

Lögreglan sagði og að Krista hefði streitst á móti handtökunni og hefði reynt að „vefja fótleggjum og fótum um dyr og lögreglubílinn.“

Hún sagði jafnframt við lögregluna að „þetta væri ástæðan að lögreglan væri skotin í andlitið“ og „bíðið þar til ég tala við dómarann þá verðið þið „f…..g“ reknir vegna þessa.

Eftir að hafa varið nóttunni í fangelsi var Krista leyst úr haldi s.l. sunnudag eftir að  $2,500 höfðu verið greiddar og henni ber að mæta 31. maí fyrir dómi.

Lucas Glover gaf frá sér yfirlýsingu á Twittter þar sem sagði: „Þann 12. maí lentu eiginkona mín og móðir í rifrildi sem endaði með því að lögreglan var kölluð til. Öllum líður vel. Því miður var Krista ákærð, við höfum öll trú á dómskerfinu að það sjái það sem gerðist í réttu ljósi og Krista hljóti sýknu í þessu einkamáli. Við þökkum fyrir að þið virðið einkalíf okkar meðan við vinnum úr þessu leiðindamáli.“

Við vitum af ástandinu og Lucas tilkynnti okkur um tilkynninga sínu, sem síðan hefir birtst á Twitter,“ sagði í fréttatilkynningu frá PGA Tour. „Auðvitað erum við hér til þess að veita Lucas og fjölskyldu hans stuðning ef þess er þörf; hvernig sem allt er þá virðum við einnig beiðni um að einkalíf þeirra sé virt á þessum tíma.