Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2018 | 07:00

Nýja konan í lífi Tiger

Tiger hefir verið að deita konu að nafni Erica Herman á sl. mánuðum.

Greint var opinberlega frá sambandi þeirra í nóvember 2017, en Erica hefir sést á mótum þar sem Tiger keppir, m.a. á The Players Championship s.l. helgi.

En hver er þessi Erica Herman?

Sagt er að hún hafi verið aðalframkvæmdastjóri veitingastaðar Tiger í Jupiter, Flórída, en gegni ekki því starfi lengur.

Áður en Erica hóf samband sitt við Tiger var hún að deita Jesse Newton, sem er forseti og framkvæmdastjóri  Jin & Tonic Hospitality Group í Orlandó, Flórída.

Fortíð Ericu, áður en hún hóf samband sitt við Tiger er sögð gruggug; henni er lýst sem partýdömu og gullgrafara.

Skv. áreiðanlegum heimildarmönnum hefir Erica haft augastað á Tiger í meira en áratug. Einn þessara heimildarmanna sagði m.a.: „Erica hefir eltst við Tiger eins og hvolpur í næstum 10 ár. Ég er ekki viss um að kona hans vissi af því, en ég er jafnframt ekki viss um hvernig hún getur ekki hafa vitað af þessu. Ég bara trúi því ekki að Tiger sé að sýna sig með henni fyrir almenningi nú.

Einnig er sagt að Erica hafi átt í fjárhagserfiðleikum og telur Radar Online að Tiger hafi hjálpað henni í þeim efnum.

Eftir að sambandi Tiger og Lindsey Vonn lauk hefir Tiger átt í sambandi við stílistann Kristínu Smith, sem starfar í Texas og fitness módelið Lacy Kay Somers.

Lacy Kay Somers

Sagt er að Tiger hafi hafið samband við Ericu Herman meðan hann var enn í sambandi við Kristínu Smith.

Tiger og Erica á Forsetabikarnum, þar sem hún fékk m.a. passa, sem venjulegast er aðeins veittur Wag´s þ.e. eiginkonum og kærustum leikmanna – Á innfelldu myndinni er stílistinn Kristín Smith, en Tiger hélt framhjá henni með Ericu meðan þau áttu enn í sambandi – Mörgum þótti Kristinu svipa mjög til barnsmóður Tiger, hinnar fögru Elínu Nordegren, sem hann á 2 börn með, Sam Alexis Woods 10 ára og  Charlie Axel Woods, 9 ára, en flestir telja Ericu vera algera andstæðu Elínar og Kristínu.

Hvaða máli skiptir allt ofangreint kunna einhverjir að spyrja? Jú, keppnisgleði kylfinga og velgengni þeirra á vellinum, sérstaklega þeirra, sem spila í fremstu röð er svo háð einkalífi þeirra og hamingju. Ef allt er í lukkunnar velstandi á því sviði endurspeglast það oft í spili viðkomandi. Hvort Erica Herman færi Tiger hamingju og endurnýjaða lukku í golfinu er óvíst en svo mikið er víst að hann varð T-11 á samtals 11 undir pari (72 71 65 69 ), nú um helgina – spilaði 7 höggum lakar en sigurvegari mótsins Webb Simpson, en sigurskorið á The Players 2018 var 18 undir pari.  Tiger stóð sig samt best þeirra sem hann lék með fyrstu 2 daga mótsins, en bæði Rickie Fowler og Phil Mickelson komust ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á The Players.