Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-6 e. 2. dag á Kissimmee Regionals!!! Glæsilegur!!!

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu taka þátt í NCAA Regionals á Reunion Watson vellinum, í Kissimmee, Flórída.

Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Mótið stendur dagana 14.-16. maí 2018 og verður lokahringurinn því spilaður í dag.

Gísli hefir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum (71 68) og er T-6. Glæsilegur!!!

Bjarki hefir spilað á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (79 71) og er í 64. sæti í mótinu. Hann bætti sig um heil 8 högg milli hringja og slakur 1. hringurinn ástæða þess að Bjarki er ekki mun ofar á stigatöflunni!!!

Lið Bjarka og Gísla, Kent State er í 3. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna á NCAA Regionals SMELLIÐ HÉR: