Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 12:00

GM: Golfað fyrir lífið 1. júní n.k.

Föstudaginn 1. júní n.k. kl. 18.00 leggja feðgarnir Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson af stað í maraþongolf á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þar ætla þeir að spila golf í heilan sólarhring.

Tilgangurinn er að styrkja MND félagið á Íslandi en þeir feðgar hafa m.a. hlaupið heilt maraþon til styrktar MND félaginu.

Markmiðið er að vekja athygli á MND hreyfitauga hrörnunarsjúkdómnum og á sama tíma safna styrkjum fyrir MND félagið á Íslandi.

Feðgarnir óska eftir liðsstyrk og hafa því stillt upp æsispennandi golfmóti samhliða maraþoninu. Þeir sem taka þátt eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun.
Aðeins 10 lið komast að í þessa áskorun og eru allar nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á
golfadfyrirlifid@gmail.com eða hringja í síma 823-7270

Texti og mynd: GSÍ