Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2014 | 12:00
Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar verður farið af stað með nýjan greinarflokk hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“ sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2014 | 10:00
Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (3/7)

Atvinnumennskan hjá Kaymer – Árið 2007 Fyrstu skrefin á Evrópumótaröðinni og Kaymer valinn Henry Cotton nýliði ársins Kaymer lék fyrsta leik sinn á Evrópumótaröðinni 2007 á UBS Hong Kong Open, en náði ekki niðurskurði. Hann komst heldur ekki í gegnum niðurskurð í næstu eða þ.e.a.s. fyrstu 5 mótum sínum á fyrsta keppnistímabili sínu á Evrópumótaröðinni. Í mars náði Kaymer fyrsta niðurskurði sínum á keppnistímabilinu á Singapore Masters; en hann lauk leik T-20. Í fyrstu 7 mótum sínum náði hann aðeins niðurskurði 1 sinnum. Öll þessi mót fóru fram utan Evrópu. Málið snerist snarlega við þegar farið var að spila aftur í Evrópu. Kaymer varð þannig T-15 á Madeira Island Open, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2014 | 08:30
Viðtal við Lucy Li fyrir US Women´s Open

Lucy Li er yngsti kylfingur til þess að taka þátt í Opna bandaríska kvenrisamótinu, en það hefst á morgun á Pinehurst nr. 2, í Norður-Karólínu, sama velli og karlarnir kepptu á síðustu helgi. Lucy hélt blaðamannafund eins og aðrir þátttakendur í risamótinu og má sjá það með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2014 | 08:00
Golfkylfur Rory týndust í flugi

Rory var ævareiður. Hann flaug frá Bandaríkjunum til Írlands og kylfur hans komu ekki í ljós þegar hann tékkaði út – þ.e. þær voru horfnar. Rory tvítaði eftirfarandi til flugfélagsins: „Hey @united landed in Dublin yesterday morning from Newark and still no golf clubs… Sort of need them this week… Can someone help!?“ (Lausleg ísl. þýðing: Hey, United (flugfélagið) lenti í Dublin í gærmorgun frá Newark og enn engar golfkylfur …. ég svona svolítið þarfnast þeirra þessa viku….. Getur einhver aðstoðað?) United flugfélagið tvítaði tilbaka að þeir gerðu sér grein fyrir hversu mikilvægar kylfur Rory væru fyrir hann og hann ætti að senda þeim farangursnúmer sitt. Síðan tvítaði United í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 21:00
Þoka frestar leik á Opna breska áhugamótinu

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem nú fer fram í 119. skipti. Þetta er þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Axel Bóasson, GK. Leikið er á Írlandi á tveimur golfvöllum: Royal Portrush og Portstewart. Leik var frestað í dag, þar sem mikil þoka lagðist yfir völlinn og er planið að halda leik áfram kl. 7:00 að staðartíma á morgun. Af íslensku keppendunum var Haraldur Franklín kominn glæsilega 1 undir par eftir 3 spilaðar holur á Portstewart vellinum; Andri Þór var ekki farinn út. Það eru aðeins 64 af 287, sem komast áfram gegnum niðurskurð og spila holukeppni síðari hluta mótsins og hlýtur sigurvegarinn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 20:00
EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 6. sæti!!!

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í 6. sæti á CEEVEE Leather mótinu í dag. Mótið fór fram á Glashofen-Neusaß vellinum í Walldürn-Neusaß, Þýskalandi. Þórður Rafn lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (73 69 71) og aðeins munaði 3 höggum á honum og þeim þremur sem urðu í efsta sæti. Glæsilegur árangur hjá Þórði Rafni!!! Sjá má úrslitin í CEEVEE Leather mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 19:00
Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (51 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (76 ára); Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (64 ára) ….. og ….. Hjörtur Sveinsson Ísland Best Í Heimi (70 ára) Svala Vignisdóttir Ísland Best Í Heimi (70 ára) Möguleikhúsið Barnaleikhús (24 ára) Iceland Ísland (70 ára) Listasafn Así (53 ára) Fallega Fólkið (70 ára) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 10:00
Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson er fæddur 17. júní 1811 og hefði orðið 203 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði eru 11 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (3 mótum fleira en í fyrra): 17.06.14 GR Hjóna og parakeppni GR Greensome 1 Innanfélagsmót 17.06.14 GÍ Þjóðhátíðarmótið 17. júní. Annað – sjá lýsingu 1 Almennt 17.06.14 NK OPNA ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSMÓTIÐ Annað – sjá lýsingu 1 Almennt 17.06.14 GKS Þjóðhátíðarmót Everbuild Punktakeppni 1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 09:30
GHR: Birgir Guðbjörnsson fékk ás!

Birgir Guðbjörnsson úr GR náði draumahögginu sínu á Strandarvelli á Hellu þann 15. júní á 13. braut þegar hann fór holu í höggi í Öldungamótaröðinni. Golf 1 óskar Birgir innilega til hamingju með glæsiásinn!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 09:15
Trump endurskírir Turnberry í höfuðið á sjálfum sér!

Bandaríski billjónamæringurinn Donald Trump endurskírði Turnberry í gær í höfuðið á sjálfum sér. Trump var búinn að gefa í skyn að hann myndi endurskíra staðinn Trump Turnberry eftir að hann urndirritaði kaupsamninga, þvið kaup Ayshire golfvallarins (Turnberry) fyrir litlar £35 milljónir. Gagnrýnendur segja að fæstir kylfingar muni nefna staðinn fullu nafni og halda sig bara við Turnberry; klassíkerar eins og Turnberry tilheryi ekki einum manni. Trump, 68 ára, sem einnig á golfvöll í Menie í Aberdeenshire, Skotlandi segist ætla að verja £100 milljónum til þess að endurnýja 5 stjörnu hótel Turnberry. Trump lýsti Turnberry sem „e.t.v. mest spennandi eignum sem til væri“ og bætti við: „Við ætlum að verja miklum tíma, vinnu Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

