Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 20:00

EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 6. sæti!!!

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í 6. sæti á CEEVEE Leather mótinu í dag.

Mótið fór fram á Glashofen-Neusaß vellinum í Walldürn-Neusaß, Þýskalandi.

Þórður Rafn lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (73 69 71) og aðeins munaði 3 höggum á honum og þeim þremur sem urðu í efsta sæti.

Glæsilegur árangur hjá Þórði Rafni!!!

Sjá má úrslitin í CEEVEE Leather mótinu með því að SMELLA HÉR: