Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 21:00

Þoka frestar leik á Opna breska áhugamótinu

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem nú fer fram í 119. skipti.

Þetta er þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR;  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Axel Bóasson, GK.

Leikið er á Írlandi á tveimur golfvöllum: Royal Portrush og Portstewart.

Leik var frestað í dag, þar sem mikil þoka lagðist yfir völlinn og er planið að halda leik áfram kl. 7:00 að staðartíma á morgun.

Af íslensku keppendunum var Haraldur Franklín kominn glæsilega 1 undir par eftir 3 spilaðar holur á Portstewart vellinum;  Andri Þór var ekki farinn út.

Það eru aðeins 64 af 287, sem komast áfram gegnum niðurskurð og spila holukeppni síðari hluta mótsins og hlýtur sigurvegarinn m.a. þátttökurétt á Opna breska.

Ljóst er að Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson eru ekki meðal 64 efstu en þeir hafa lokið leik.

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og Andra Þór á Opna breska áhugamannamótinu SMELLIÐ HÉR: