Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 09:15

Trump endurskírir Turnberry í höfuðið á sjálfum sér!

Bandaríski billjónamæringurinn Donald Trump endurskírði Turnberry í gær í höfuðið á sjálfum sér.

Trump ásamt syni sínum Eric og dóttur sinni Ivönku, sem bæði eru miklir kylfingar.

Trump ásamt syni sínum Eric og dóttur sinni Ivönku, sem bæði eru miklir kylfingar.

Trump var búinn að gefa í skyn að hann myndi endurskíra staðinn Trump Turnberry eftir að hann urndirritaði kaupsamninga, þvið kaup Ayshire golfvallarins (Turnberry) fyrir litlar £35 milljónir.

Gagnrýnendur segja að fæstir kylfingar muni nefna staðinn fullu nafni og halda sig bara við Turnberry; klassíkerar eins og Turnberry tilheryi ekki einum manni.

Trump, 68 ára, sem einnig á golfvöll í Menie í Aberdeenshire, Skotlandi segist ætla að verja £100 milljónum til þess að endurnýja 5 stjörnu hótel Turnberry.

Trump lýsti Turnberry sem „e.t.v. mest spennandi eignum sem til væri“ og bætti við: „Við ætlum að verja miklum tíma, vinnu og peningum til þess að gera Trump Turnberry að besta golfstað í heimi.“

Ivanka Trump á 18. teig Turnberry.  „Við ætlum að verja miklum tíma,vinnu og peningum í að gera Trump Turnberra að glæsilegasta golfstað í heimi."

Ivanka Trump á 18. teig Turnberry. „Við ætlum að verja miklum tíma,vinnu og peningum í að gera Trump Turnberra að glæsilegasta golfstað í heimi.“

Í síðasta mánuði sagði hann að hann myndi aðeins gera lítilsháttar breytingar á Ayrshire staðnum – og ekki án blessunar golfyfirvalda í Royal & Ancient (R&A).

Bæjarstjóri Ayrshire Adam Ingram gerði lítið úr breytingunum.

Hann sagði: „Fólk mun enn spila golf og elska frábæra golfvöllinn í Turnberry – þannig mun það áfram kalla hann og vísa til hans og þekkja, sama hver núverandi eigandi staðarins er,“ en Trump keypti staðinn af fyrirtæki í Dubai.