Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 14:30
GKG: Birgir Leifur og Stefán Már sigruðu á Stella Artois mótinu

Sumarsólstöðumót Stella Artois var haldið í laugardaginn 21. júní 2014, á Leirdalsvelli GKG. 230 þátttakendur tóku þátt í þessu stórglæsilega móti og sáust mögnuð tilþrif. Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Höggleikur með forgjöf: 1. sæti – Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Stefán Már Stefánsson GR – 59 högg – betri á seinni 9 holunum 2. sæti – Anton Kristinn Þórarinsson GR og Örn Bergmann Úlfarsson GR – 59 högg 3. sæti – Rúnar Arnórsson GK og Gauti Grétarsson NK – 60 högg Nándarverðlaun: 2. hola – Þorvaldur Feyr – GR – 1.52m 4. hola – Rut Hreinsdóttir – GR 10cm 9. hola – Guðmundur Bragason – GR – 1.61m 11. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 11:45
Íslandsbankamótaröðin (3): Myndasería Helgu Björnsdóttur frá Íslandsmótinu í holukeppni unglinga – föstudaginn 20. júní 2014

Helga Björnsdóttir, ljósmyndari, var að taka myndir af unglingunum í Íslandsmótinu í holukeppni, alla mótsdagana. Með góðfúslegu leyfi henni fær Golf 1 að birta tengil inn á myndir frá Helgu. Sjá má glæsilegar myndir Helgu, frá 1. mótsdegi, 21. júní 2014 með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 11:30
Íslandsbankamótaröðin (3): Myndasería Helgu Björnsdóttir frá Íslandsmótinu í holukeppni unglinga – laugardaginn 21. júní 2014

Helga Björnsdóttir, ljósmyndari, var að taka myndir af unglingunum í Íslandsmótinu í holukeppni, alla mótsdagana. Með góðfúslegu leyfi henni fær Golf 1 að birta tengil inn á myndir frá Helgu. Sjá má glæsilegar myndir Helgu, frá 2. mótsdegi, 21. júní 2014 með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2014 | 09:30
PGA: Kevin Streelman sigraði á Travelers – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Kevin Streelman sem stóð uppi sem sigurvegari á The Travelers. Streelman var á samtals 15 undir pari, 265 höggum (69 68 64 64) – glæsilegt heildarskor þar sem allt var undir 70 höggum hjá honum!!! Öðru sætinu deildu Sergio Garcia og KJ Choi aðeins 1 höggi á eftir á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á The Travelers SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta frá 4. degi The Travelers SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 23:00
LPGA: Michelle Wie sigraði á Opna bandaríska

Michelle Wie sigraði í dag á Opna bandaríska kvenrisamótinu. Þetta er 1. sigur Wie á risamóti og kærkomin, því jafnan var vitnað til hennar sem „besta kvenkylfings í heimi sem aldrei hefir sigrað á risamóti.“ Sigurskor Wie var samtals 2 undir pari, 276 högg (66 68 72 70) – …. og „borðplatan“ (tabletop) greinilega að virka! Í 2. sæti var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis 2 höggum á eftir Wie þ.e. samtals á sléttu pari (65 73 74 66). Í 3. sæti var enski kylfingurinn Stephanie Meadows á samtals 1 yfir pari og í 4. sæti, Amy Yang, frá Suður-Kóreu, á 2 yfir pari. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 22:45
Evróputúrinn: Mikka Ilonen sigraði á Opna írska – Hápunktar 4. dags

Finnski kylfingurinn Mikka Ilonen sigraði á Opna írska í dag, sem fram hefir farið á Fota Island á Írlandi. Sigurskor Ilonen var 13 undir pari, 271 högg (64 68 69 70). Aðeins einu höggi á eftir var Edoardo Molinari frá Ítalíu á 12 undir pari, 272 höggum (67 69 69 67). Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu: Matthew Baldwin og Danny Willett frá Englandi og Kristoffer Broberg; allir á samtals 11 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 20:00
Viðtalið: Erna Guðmundsdóttir, GMS

Í gær, á Jónsmessudag, var Golf 1 á ferð í Stykkishólmi þar sem fram fór 3. mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Í skálanum var kona nokkur að hamast við að færa inn skor keppenda og afhenti síðan sigurvegurum mótsins verðlaunapeninga ásamt formanni mótanefndar Kjartani Páli Einarssyni. Viðtal kvöldsins er við þennan klúbbfélaga Golfklúbbsins Mostra: Fullt nafn: Erna Guðmundsdóttir. Klúbbur: GMS. Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 27. maí 1957. Hvar ertu alin upp? Í Reykjavík. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er framhaldsskólakennari. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Já við erum 3 í heimili og höfum öll spilað golf, en sonurinn er svona nánast hættur, farinn að vinna á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 18:45
Íslandsbankamótaröðin (3): Tumi Hrafn Kúld er Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki

Tumi Hrafn Kúld, GA, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki á Urriðavelli, hjá Golfklúbbnum Oddi. Tumi Hrafn sigraði í úrslitaviðureigninni Aron Snæ Júlíusson, GKG, 2&0. Í 3. sæti varð Birgir Björn Magnússon, GK en hann vann Kristófer Orra Þórðarson 7&6. Í undanúrslitunum vann Tumi Hrafn, Kristófer Orra, 3&2. Aron Snær vann sinn leik gegn Birgi Birni 1&0 í undanúrslitunum.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 18:30
Íslandsbankamótaröðin (3): Ólöf María varð Íslandsmeistari í holukeppni 2. árið í röð og fékk ás!!!

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í telpuflokki 15-16 ára. Ólöf María vann viðureign sína við Sögu Traustadóttur, GR, með minnsta mun 1&0. Á úrslitahringnum fór Ólöf María jafnframt holu í höggi og er þetta í 3. sinn sem Ólöf María fer holu í höggi!!! Í 3. sæti varð Eva Karen Björnsdóttir, GR en hún vann Melkorku Knútsdóttur, GKG 2&1. Í undanúrslitakeppninni sigraði Ólöf María, Evu Karenu 2&1 og Saga sigraði Melkorku 3&1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 18:00
Íslandsbankamótaröðin (3): Fannar Ingi er Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki á Urriðavelli í Golfklúbbnum Oddi. Hann sigraði í úrslitaviðureigninni við Hákon Örn Magnússon, GR, 5&3. Þeir Kristján Benedikt Sveinsson, GA og Arnór Snær Guðmundsson, GHD áttust við um 3. sætið í mótinu og þar stóð Kristján Benedikt uppi sem sigurvegari. Viðureign þeirra Kristjáns Benedikts og Arnórs Snæs fór 5&4. Í undanúrslitum vann Fannar Ingi Kristján Benedikt 2&1 og Hákon Örn hafði betur gegn Arnóri Snæ 1&0.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

