Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 23:00

LPGA: Michelle Wie sigraði á Opna bandaríska

Michelle Wie sigraði í dag á Opna bandaríska kvenrisamótinu.

Þetta er 1. sigur Wie á risamóti og kærkomin, því jafnan var vitnað til hennar sem „besta kvenkylfings í heimi sem aldrei hefir sigrað á risamóti.“

Sigurskor Wie var samtals 2 undir pari, 276 högg (66 68 72 70) – …. og „borðplatan“ (tabletop) greinilega að virka!

Í 2. sæti var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis 2 höggum á eftir Wie þ.e. samtals á sléttu pari (65 73 74 66).

Í 3. sæti var enski kylfingurinn Stephanie Meadows á samtals 1 yfir pari og í 4. sæti, Amy Yang, frá Suður-Kóreu,  á 2 yfir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu  SMELLIÐ HÉR: