Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Fannar Ingi er Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki á Urriðavelli í Golfklúbbnum Oddi.

Hann sigraði í úrslitaviðureigninni við Hákon Örn Magnússon, GR, 5&3.

Hákon Örn, GR varð í 2. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni unglinga í drengjaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Hákon Örn, GR varð í 2. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni unglinga í drengjaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Þeir Kristján Benedikt Sveinsson, GA og Arnór Snær Guðmundsson, GHD áttust við um 3. sætið í mótinu og þar stóð Kristján Benedikt uppi sem sigurvegari.

Kristján Benedikt Sveinsson, GA varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni unglinga í drengjaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Kristján Benedikt Sveinsson, GA varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni unglinga í drengjaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Viðureign þeirra Kristjáns Benedikts og Arnórs Snæs fór 5&4.

Í undanúrslitum vann Fannar Ingi Kristján Benedikt 2&1 og Hákon Örn hafði betur gegn Arnóri Snæ 1&0.

Arnór Snær

Arnór Snær Guðmundsson, GHD,  varð í 4. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni – í drengjaflokki –  á Urriðavelli 22. júní 2014. Mynd: Golf 1