Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 18:30

Íslandsbankamótaröðin (3): Ólöf María varð Íslandsmeistari í holukeppni 2. árið í röð og fékk ás!!!

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í telpuflokki 15-16 ára.

Ólöf María vann viðureign sína við Sögu Traustadóttur, GR, með minnsta mun 1&0.

Saga Traustadóttir, GR, varð í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014 - í telpuflokki 15-16 ára. Mynd: Golf 1

Saga Traustadóttir, GR, varð í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014 – í telpuflokki 15-16 ára. Mynd: Golf 1

Á úrslitahringnum fór Ólöf María jafnframt holu í höggi og er þetta í 3. sinn sem Ólöf María fer holu í höggi!!!

Eva Karen Björnsdóttir, GR, varð í 3. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni, 22. júní 2014 - í telpuflokki. Mynd: Golf 1

Eva Karen Björnsdóttir, GR, varð í 3. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni, 22. júní 2014 – í telpuflokki. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð Eva Karen Björnsdóttir, GR en hún vann Melkorku Knútsdóttur, GKG 2&1.

Melkorka Knútsdóttir, GKG., varð í 4. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 22. júní 2014 - í telpuflokki. Mynd: Golf 1

Melkorka Knútsdóttir, GKG., varð í 4. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 22. júní 2014 í telpuflokki.Mynd:Golf

Í undanúrslitakeppninni sigraði Ólöf María, Evu Karenu 2&1 og Saga sigraði Melkorku 3&1.