Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 12:00
Watson segir að Bradley gæti verið „Poulter“ liðs Bandaríkjanna

Fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum, Tom Watson vonast til að Keegan Bradley verði „Poulter Bandaríkjanna“ í slagnum milli heimsálfanna seinna í þessum mánuði. Bradley var fyrsti kylfingurin,n sem Watson nefndi þegar hann gerði val sitt að liðsmönnum í liðið kunnugt og telur að hann komi til með að gegna svipuðu hlutverki og einn kylfingurinn sem Paul McGinley valdi: Ian Poulter. „Keegan Bradley gæti verið Ian Poulter-inn okkar,“ sagði Watson. „Hann er yndislegur náungi. Hann hefir þessa sigurþrá sem ég held að muni hjálpa liðinu stórkostlega“ „Hann spilar vel í slæmum veðrum. Hann tekur regngallan með sér hvert sem hann fer. Hann keppti á skíðum í menntaskóla og spilar svolítið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 10:00
Af hverju lið Evrópu sigrar Ryderinn

Ewan Murray golffréttaritari The Guardian hefir tekið saman 5 ástæður fyrir af hverju lið Evrópu ætti að sigra í Rydernum. Hér eru þær ástæður sem hann nefnir: 1. Lið Evrópu er einfaldlega betra Paul McGinley státar af bestu kylfingum heims þ.á.m. Rory McIlory (nr. 1 á heimslistanum); Henrik Stenson (nr. 3 á heimslistanum); Sergio Garcia (nr. 4 á heimslistanum) og Justin Rose (nr. 5 á heimslistanum). Það er ekki einn einasti bandarískur kylfingur sem er meðal efstu 5 á heimslistanum. Hins vegar er heill hellingur af bandarískum kylfingum milli 5. 0g 12. sætisins sem Martin Kaymer er í, en Kaymer hefir spilað vel á árinu m.a. sigrað á The Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 08:15
Birgir Björn hefur leik á Spáni í dag

Birgir Björn Magnússon, GK, hefur í dag leik á Spanish International (U18) Stroke Play Championship á Hacienda del Alamo vellinum nálægt Murcia. Mótið stendur dagana 4.-7. september 2014. Fylgjast má með Birgi Birni á Spáni með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 07:30
Íslenska kvennalandsliðið í 32. sæti e. 2. dag í Japan

Íslenska kvennalandsliðið tekur nú þátt í Espirito Santo Trophy í Japan. Í liðinu eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR. Liðsstjóri er: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og þjálfari: Úlfar Jónsson. Íslenska kvennalandsliðið er í 32. sæti af 50 liðum eftir 2. dag , en 2 bestu skor liðsmanna af 3 telja hvern mótsdaga. Guðrún Brá var á besta skori íslenska liðsins, sléttu pari, 72 höggum á 2. keppnisdegi og Ólafía Þórunn á 3 yfir pari, 75 höggum. Í einstaklingskeppninni stendur Guðrún Brá sig best af íslensku keppendunum; er í 57. sæti á samtals 3 yfir pari 147 höggum (75 72) og Ólafía Þórunn er skammt undan í 70. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 07:00
Íslensku drengjunum gengur vel á Ítalíu

Arnór Snær Guðmundsson, GHD, Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Henning Darri Þórðarson GK, léku í gær 2. hring á Opna ítalska U-16 ára áhugamannamótinu. Liðsstjóri í ferðinni er Heiðar Davíð Bragason. Leikið er á Biella „Le Betulle“ golfvellinum í ítölsku Ölpunum, sem er par-73. Henning Darri er búinn að spila best íslensku keppendanna, þ.e. samtals á 6 yfir pari, 152 höggum (77 75) og er í 12.-17. sæti; Arnór Snær er samtals búinn að spila á 7 yfir pari, 153 höggum (78 75) og er í 18.-23. sæti og Fannar Ingi bætti sig um 4 högg frá 1. hring, er samtals búinn að spila á 162 höggum (83 79) og er í 67.-72. sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 00:30
Birgir Leifur á 67 höggum á 1. degi Willis Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er í 9. sæti eftir 1. keppnisdag Willis Masters sem er hluti af Nordic League mótaraðarinnar, sem hann deilir með 12 öðrum. Birgir Leifur lék 1. hringinn á 5 undir pari 67 höggum; fékk 7 fugla og 2 skolla. Axel Bóasson, GK, lék á 1 undir pari 71 höggi og er í 53. sæti eftir 1. dag og Ólafur Björn Loftsson, NK, lék á 6 yfir pari, 78 höggum og er í 142. sæti. Í efsta sæti eftir 1. keppnisdag á Willis Masters er Svíinn Oscar Zetterwall á 9 undir pari, 63 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Willis Masters SMELLIÐ HÉR: (Veljið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 20:00
GMS: Opna Hótel Stykkishólmur fer fram 5.-6. september n.k.

Golfklúbburinn Mostri Stykkishólmi og Hótel Stykkishólmur standa saman að hjóna- og parakeppni föstudag 5. sept og laugardag 6. sept 2014. Mótinu lýkur með kvöldverði á Hótel Stykkishólmi á laugardagsköld 6.september. Enn eru lausir rástímar í mótið – skráning á golf.is Leikfyrirkomulagið er punktakeppni með forgjöf. Tveir kylfingar leika saman í liði, karl og kona. Þeir sem ætla að leika saman skrá sig hver á eftir öðrum í rástíma á golf.is. Aðeins þeir sem eru með löglega stjörnumerkta forgjöf samkvæmt forgjafarkerfi GSÍ geta unnið til verðlauna. Föstudaginn 5. september verður leikinn Greensome: Ræst er út frá kl:09:00 – 11:00 og frá kl.13:00 – 14.30. Báðir aðilar slá upphafshögg á hverri braut. Velja síðan bolta fyrir næsta högg og slá til skiptis Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 18:00
Gallacher spenntur fyrir Ryder Cup – Myndskeið

Skotinn Stephen Gallacher hlaut sæti í Ryder bikars liði Evrópu og eru flestir á því að það hafi verið sanngirnismál. Sjálfur fyrirliðinn Paul McGinley sagði að valið hefði verið auðvelt á Gallacher, því hann hefði svo sannarlega unnið fyrir sæti sínu í liðinu. Gallacher segist vera orðinn spenntur fyrir að taka þátt í fyrsta Ryder Cup ævintýri sínu. Hann verður á heimavelli og því viðbúið að áhorfendur verði allir á bandi hans þegar spilað er og það ætti að draga úr stressi, jafnvel þó það geti líka valdið pressu að standa sig. Hér má sjá hvað Gallacher hefur að segja um þátttöku sína í Ryder bikars keppninni SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Svanhildur Gestsdóttir – 3. september 2014

Það er Svanhildur Gestsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Svanhildur er fædd 3. september 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur og móðir afrekskylfingsins Írisar Kötlu Guðmundsdóttir, sem leikur golf í bandaríska háskólagolfinu með skólaliði Queens University í Charlotte, Norður-Karólínu. Svanhildur hefir staðið sig vel í opnum mótum sigraði t.d. í punktakeppnishluta Siggu & Timo mótsins 2012 og varð í 2. sæti í Loftleiðir Masters golfmótinu á vegum Golfklúbbs flugfreyja og flugþjóna, sem haldið var 29. júlí s.l. Eins má oft sjá Svanhildi í kaddýstörfum fyrir dóttur sína, Írisi Kötlu á Eimskipsmótaröðinni. Svanhildur er gift Guðmundi Arasyni og eiga þau þrjú börn: Írisi Kötlu, Snædísi og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 14:00
Golfástríða Obama

Það veldur fátt meiri pirringi hjá pólitískum andstæðingum Bandaríkjaforseta Barack Obama en golfiðkun hans. Hvergi hefir komið fram hvað það er sem Obama líkar svona vel við golf. Hann er ekkert að notfæra sér það til þess að kynnast þingmönnum betur. Kannski er það útiveran eða félagsskapurinn eins og svo margir svara þegar þeir eru spurðir. Í grein í Golf Digest frá 2012 sagði að Obama hefði svolítið gaman af veðmálum og legði allt að $ 10 (kr. 1200) undir á hverri holu. En kannski hann sé bara haldinn golfástríðu? Talsmaður Hvíta hússins Eric Schultz sagði blaðamönnum s.l. föstudag, þegar hann var beðinn að útskýra hvort Obama væri haldinn golfástríðu: „þið vitið, Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

