Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 18:00

Gallacher spenntur fyrir Ryder Cup – Myndskeið

Skotinn Stephen Gallacher hlaut sæti í Ryder bikars liði Evrópu og eru flestir á því að það hafi verið sanngirnismál.

Sjálfur fyrirliðinn Paul McGinley sagði að valið hefði verið auðvelt á Gallacher, því hann hefði svo sannarlega unnið fyrir sæti sínu í liðinu.

Gallacher segist vera orðinn spenntur fyrir að taka þátt í fyrsta Ryder Cup ævintýri sínu.

Hann verður á heimavelli og því viðbúið að áhorfendur verði allir á bandi hans þegar spilað er og það ætti að draga úr stressi, jafnvel þó það geti líka valdið pressu að standa sig.

Hér má sjá hvað Gallacher hefur að segja um þátttöku sína í Ryder bikars keppninni SMELLIÐ HÉR: