Henning Darri Þórðarson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 07:00

Íslensku drengjunum gengur vel á Ítalíu

Arnór Snær Guðmundsson, GHD, Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Henning Darri Þórðarson GK, léku í gær 2. hring á Opna ítalska U-16 ára áhugamannamótinu.

Liðsstjóri í ferðinni er Heiðar Davíð Bragason.

Leikið er á Biella „Le Betulle“ golfvellinum í ítölsku Ölpunum, sem er par-73.

Henning Darri er búinn að spila best íslensku keppendanna, þ.e. samtals á 6 yfir pari, 152 höggum (77 75) og er í 12.-17. sæti;  Arnór Snær er samtals búinn að spila á 7 yfir pari, 153 höggum (78 75) og er í 18.-23. sæti og Fannar Ingi bætti sig um 4 högg frá 1. hring, er samtals búinn að spila á 162 höggum (83 79)  og er í 67.-72. sæti af 133 þátttakendum.

Til þess að fylgjast með gengi íslensku drengjanna á Ítaliu SMELLIÐ HÉR: