Ólafía Þórunn, Sunna og Guðrún Brá í Japan
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 07:30

Íslenska kvennalandsliðið í 32. sæti e. 2. dag í Japan

Íslenska kvennalandsliðið tekur nú þátt í Espirito Santo Trophy í Japan.

Í liðinu eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR.

Liðsstjóri er: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og þjálfari: Úlfar Jónsson.

Íslenska kvennalandsliðið er í 32. sæti af 50 liðum eftir 2. dag , en 2 bestu skor liðsmanna af 3 telja hvern mótsdaga.

Guðrún Brá var á besta skori íslenska liðsins, sléttu pari, 72 höggum á 2. keppnisdegi og Ólafía Þórunn á 3 yfir pari, 75 höggum.

Í einstaklingskeppninni stendur Guðrún Brá sig best af íslensku keppendunum; er  í 57. sæti á samtals 3 yfir pari 147 höggum  (75 72) og Ólafía Þórunn er skammt undan  í 70. sæti  af 147 keppendum, á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (74 75).  Sunna  er á samtals 12 yfir pari, 156 höggum  (75 81) og er T-114.

Sjá má stöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: