Barack Obama og Joe Biden að pútta í Hvíta húsinu.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 14:00

Golfástríða Obama

Það veldur fátt meiri pirringi hjá pólitískum andstæðingum Bandaríkjaforseta Barack Obama en golfiðkun hans.

Hvergi hefir komið fram hvað það er sem Obama líkar svona vel við golf.  Hann er ekkert að notfæra sér það til þess að kynnast þingmönnum betur.  Kannski er það útiveran eða félagsskapurinn eins og svo margir svara þegar þeir eru spurðir.  Í grein í Golf Digest frá 2012 sagði að Obama hefði svolítið gaman af veðmálum og legði allt að $ 10 (kr. 1200) undir á hverri holu.

En kannski hann sé bara haldinn golfástríðu?

Talsmaður Hvíta hússins Eric Schultz sagði blaðamönnum s.l. föstudag, þegar hann var beðinn að útskýra hvort Obama væri haldinn golfástríðu: „þið vitið, íþróttir og frístundir eru aðferð til þess að hreinsa hugann fyrir mörg okkar“

Reyndar spilar Obama að öllum líkindum miklu minna golf en hann vildi.  Golffélagi Obama sagði þannig m.a. í viðtali við Golf Digest að skor forsetans væri venjulega um og undir 90 og hann væri eflaust betri, ef hann gæti spilað meira.

Hins vegar finnst mörgum ósmekklegt að forsetinn sé aðra stundina að harma aftöku bandarískra ríkisborgara í höndum hryðjuverkamanna (t.a.m. ISIS) og þá næstu að halda út á golfvöll.

Margir hafa vísað til þess að í Íraksstríðinu hafi golfaðdáandinn George W. Bush að mestu hætt að spila vegna þess að honum fannst ekki rétt að spila meðan bandarískir hermenn berðust og létu lífið fyrir fósturjörðina. En jafnvel W styður Obama þótt á öndverðum meiði sé á pólitíska litrófinu, þegar kemur að golfiðkun Bandaríkjaforseta.

W veit það manna best að golf er engum mikilvægara en einmitt Bandaríkjaforseta vegna stífrar vinnudagskrár og alls þess hryllings sem líka tengist starfinu, eins og baráttan við hryðjuverkamenn/stríð er/eru. Sjá má stuðning W við golfiðkun Bandaríkjaforseta með því að SMELLA HÉR:  Þá er golfið gott „til að hreinsa hugann“ eins og Schultz sagði í viðtalinu.

En eins og allir vita þarf í raun engar ástæður til að líka við golf; það er einfaldlega gott sjálfs sín vegna, eins og allt það besta í heiminum.