Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2016 | 13:00

LET: Shin sigraði á RACV Ladies Masters

Það var Jiyai Shin sem stóð uppi sem sigurvegari á RACV Ladies Masters. Shin lék á samtals 14 undir pari, 278 höggum. Í 2. sæti varð Holly Clyburn 3 höggum á eftir. Þriðja sætinu deildu síðan danska frænka okkar Nicole Broch Larsen og sænska frænka okkar Camilla Lennarth, báðar á 10 undir pari. Sjá má lokastöðuna á  RACV Ladies Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Björt Skúladóttir – 27. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Björt Skúladóttir. Auður Björt er fædd 27. febrúar 1991 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Auðar Bjartar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið   Auður Björt Skúladóttir (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daðey Einarsdottir (56 ára); Sigmundur Guðmundsson (52 ára); Jóhann Björn Elíasson (45 ára); Jóhann Island Elíasson (45 ára);  Gunnar Hallberg (44 ára); Dóra Birgis Art (38 ára); Húfur Sem Hjálpa (42 ára); DóraBirgis Myndlistakona Og Áhugaljósmyndari (38 ára);  Föt Til Sölu (35 ára); Auður Björt Skúladóttir (25 ára) Jessica Korda, 27. febrúar 1993 (23 ára);   Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2016 | 09:00

LET: Jiyai Shin efst e. 3. dag RACV Ladies Masters

Það er Jiyai Shin frá Suður-Kóreu, sem er efst eftir 3. dag RACV Ladies Masters. Shin lék á samtals 10 undir pari, 209 höggum (68 70 71). Í 2. sæti eru Camilla Lennarth og Holly Clyburn, báðar 2 höggum á eftir, hvor. Ein í 4. sæti er síðan hin unga, kanadíska Brooke Henderson. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á  RACV Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: Oosthuizen efstur í Perth e. 3. dag

Það er risatitilshafinn Louis Oosthuizen sem er í efsta sæti eftir 3. dag ISPS Handa Perth International. Oosthuizen hefir leikið á samtals 15 undir pari, 201 höggi (70 64 67). Í 2. sæti 3 höggum á eftir eru Titleist erfinginn Peter Uihlein og franski kylfingurinn Romain Wattel, báðir á samtals 12 undir pari, hvor. Ástralarnir Jason Schrievener (11 undir pari) og Brett Rumford (10 undir pari) eru í 4. og 5. sæti. Til þess a sjá stöðuna eftir 3. dag á ISPS Handa Perth International  SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2016 | 23:00

LET Access: Viðtal við Valdísi Þóru

Á heimasíðu LET Access mótaraðarinnar er langt og ítarlegt viðtal við Valdísi Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfing úr GL. Sjá má viðtalið við Valdísi með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2016 | 15:45

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2016

Það er stigameistarinn í flokki 14 ára og yngri, sem og Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 2015 Sigurður Arnar Garðarsson, GKG sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 14 ára afmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók viðafmæliskylfinginn fyrir 5 árum SMELLIÐ HÉR: Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Sumarið 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2016 | 15:30

Tiger mætti í Ryder-veislu Jack Nicklaus

Golfgoðsögnin Jack Nicklaus hélt matarboð til þess að hrista saman lið Bandaríkjanna, sem keppir fyrir hönd Bandaríkjanna í Ryder bikarnum. Eitt af fáum bonding-tækifærum, eins og segja má á slæmri íslensku þ.e. tækifæri til þess að tengjast verða að einni heild. Meðal þeirra sem líka var boðið var Tiger Woods. Fyrirliði Ryder liðs Bandaríkjanna, Davis Love III þakkaði fyrir sig og strákana. Hann sagði m.a.: „Jack og Barbara voru ótrúlega vinsamleg, að opna heimili sitt fyrir mig, varafyrirliðunum og mörgum hugsanlegum leikmönnum í Rydernum.  Þvílíkt ríkidæmi vitsmuna og sjónahóls frá goðsögn bæði á og utan golfvallarins.“ Alls var 22 boðið.


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Uihlein og Rumford efstir í Perth í hálfleik

Það eru bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein og Peter Rumford frá Englandi sem eru efstir og jafnir á ISPS Handa Perth International mótinu sem fram fer í Perth í Ástralíu. Báðir eru þeir búnir að spila á 11 undir pari, 133 höggum; Rumford (68 65) og Uihlein (65 68). Aðeins 1 höggi á eftir er Louis Oosthuizen á 10 undir pari, 134 höggum (70 64). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2016 | 14:00

Peter Aliss er þekktur fyrir margt …. og sumt er vanmetið

Það má segja margt um Peter Aliss. Hann er þekktur fyrir margt. M.a. hefir hann haldið því fram að kvenréttindi hafi skemmt golfleikinn. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Hann er líka þekktur fyrir ýmis óviðeigandi komment t.a.m. um vöxt atvinnukylfinga Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR:   eða bara óviðeigandi komment almennt Sjá með því að SMELLA HÉR:  En Aliss hefir líka verið í Ryder liði Evrópu 8 sinnum,  var atvinnukylfingur áður en hann gerðist „rödd golfsins“ í allskyns golfsjónvarpsfréttaþáttum og er kominn í frægðarhöll kylfinga, sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  En sumt af því sem Aliss, sem verður 85 ára n.k. sunnudag, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2016 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Brittany Altomare — (21/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 18 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu; þær 5 Lesa meira