Jiyai Shin
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2016 | 09:00

LET: Jiyai Shin efst e. 3. dag RACV Ladies Masters

Það er Jiyai Shin frá Suður-Kóreu, sem er efst eftir 3. dag RACV Ladies Masters.

Shin lék á samtals 10 undir pari, 209 höggum (68 70 71).

Í 2. sæti eru Camilla Lennarth og Holly Clyburn, báðar 2 höggum á eftir, hvor.

Ein í 4. sæti er síðan hin unga, kanadíska Brooke Henderson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á  RACV Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: