Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: Oosthuizen efstur í Perth e. 3. dag

Það er risatitilshafinn Louis Oosthuizen sem er í efsta sæti eftir 3. dag ISPS Handa Perth International.

Oosthuizen hefir leikið á samtals 15 undir pari, 201 höggi (70 64 67).

Í 2. sæti 3 höggum á eftir eru Titleist erfinginn Peter Uihlein og franski kylfingurinn Romain Wattel, báðir á samtals 12 undir pari, hvor.

Ástralarnir Jason Schrievener (11 undir pari) og Brett Rumford (10 undir pari) eru í 4. og 5. sæti.

Til þess a sjá stöðuna eftir 3. dag á ISPS Handa Perth International  SMELLIÐ HÉR: