Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs bestur af 4 Íslendingum sem þátt taka í Louisiana Classics

Það eru 4 Íslendingar við keppni í 31. móti Louisiana Classics, sem fram fer árlega. Þetta eru þeir Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB sem leika fyrir Kent State háskólann í Ohio og Haraldur Franklín Magnús GR og Ragnar Már Garðarsson GKG, sem leika fyrir Louisiana Lafayette. Mótið fer fram í Vermilion Links Club í Louisiana og stendur 28. febrúar – 1. mars 2016 og lýkur því í dag. Af Íslendingunum er Gísli Sveinbergs, GK að standa sig best er T-14 eftir 2 hringi af 78 keppendum. Hann er búinn að spila á 1 undir pari (75 68) og átti stórglæsilegan hring í gær upp á 4 undir pari, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 4. sæti á Kiawah Islands Spring Classic mótinu

Sunna Víðisdóttir, GR og lið hennar Elon eru í 4. sæti á geysisterku háskólamóti sem fram fer á Kiawah Islands í Suður-Karólínu. Mótið fer fram dagana 28. febrúar – 1. mars 2016 og lýkur því í dag. Spilað er á tveimur stöðum Osprey og Oak Point GC og þátttakendur eru 216 frá 41 háskóla og jafnmörg lið sem keppa. Lið Elon háskóla er í 4. sæti af 41 liði sem tekur þátt sem er stórglæsilegt!!! Sunna er búin að spila fyrstu tvo hringina á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (75 84) og er fyrir miðju skortöflunnar í einstaklingskeppninni. Fylgjast má með lokahringnum með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Andrew Landry (6/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 45. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Andrew Landry. Andrew Landry fæddist  7. ágúst 1987 í Hollandi og er því 28 ára.  Hann býr í Austin Texas og lék í bandaríksa háskólagolfinu með Háskólanum í Arkansas (ens. University of Arkansas). Þar var hann þrívegis All-Americanog vann einu sinni í einstaklingskeppninni. Landry gerðist síðan atvinnumaður í golfi eftir útskrift 2009. Andrew Landry spilaði í fyrstu á minni mótröðum þ.á.m. the Adams Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 07:00

Sl. vika í myndum – Alison Lee átti 21 árs afmæli – Phil Mickelson laumar sér inn á ljósmynd ofl.

Golf Digest hefir tekið saman myndir sl. viku, af kylfingum allra helstu mótaraða heims og hvað þeir voru að bauka. Alison Lee, Solheim Cup stjarna,  mætti mjög skvísuleg í afmælisdinner en hún varð 21 árs. Phil Mickelson laumaði sér inn á selfie tveggja kvenna. Golfgoðsögnin Jack Nicklaus og Rickie Fowler borðuðu ís saman. Þessar þrjár myndir og aðrar 12 má sjá í seríu sem Golf Digest tók saman eins og áður sagði með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dinah Shore ——– 29. febrúar 2016

Það er leik- og söngkonan heitna Dinah Shore sem er afmæliskylfingur dagsins. Dinah Shore fæddist 29. febrúar 1916 og hefði því orðið 100 ára í dag en hún dó í Beverly Hills 24. febrúar 1994, 77 ára að aldri. Dinah Shore hét réttu nafni Frances Rose Shore .Sem söngkona var hápunktur ferils hennar 1940-1950 á tímabili stórsveita (ens. Big Band), en hún náði jafnvel enn meiri frægð sem þáttarstjórnandi í bandarísku sjónvarpi fyrir Chevrolet. Hún átti í ástarsamböndum við einhverja frægustu samtímamanna sinna t.a.m. trommuleikarann Gene Krupa, leikarann James Stewart, generálinn George Patton, söngvarann Frank Sinatra, grínistann Dick Martin, söngvarann Eddie Fisher og leikarann Rod Taylor. Dinah giftist aðeins einu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Adam Scott? (1. grein af 5)

Adam Scott sigraði nú í gær, 28. febrúar 2016 á The Honda Classic á PGA Tour. En hver er kylfingurinn? Adam Derek Scott fæddist 16. júlí 1980 í Adelaide, Ástalíu. Hann spilar nú aðallega á bandarísku PGA mótaröðunni. Adam Scott náði 1. sætinu á heimslistanum 2014 eftir sigur á Crown Plaza mótinu það ár. Hann er nú aftur kominn meðal efstu 10 á heimslistanum (er í 9. sæti) eftir að hafa dottið af topp-10 listanum vorið 2015. Adam Scott hefir sigrað í 28 alþjóðlegum mótum. Stærsti sigur hans til dagsins í dag er fyrsti risamótssigur hans á the Masters 2013.  Hann er fyrsti Ástralinn sem sigrar á the Masters í 77 ára Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Lexi Thompson?

Alexis „Lexi” Thompson sigraði í gær á Honda LPGA Thailand. Þar með eru sigrar hennar á LPGA orðnir 7. Árið 2011 nánar tiltekið 30. september 2011 fékk Lexi aldursundanþágu til þess að mega spila á LPGA. Lexi var þá aðeins 16 ára og sú yngsta þá sem unnið hafði á þeim tíma mót á LPGA þ.e. Navistar Classic, sem fram fór í Alabama. Þá var Lexi 16 ára, 7 mánaða og 8 daga gömul. Aldursmet Lexi var síðar slegið af Lydiu Ko í Canadian Open. Í dag er Lexi 20 ára. En hver er þessi glæsilegi 21 árs kylfingur Lexi Thompson? Lexi fæddist 10. febrúar 1995 í Coral Springs í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 10:00

SNAG leiðbeinendanámskeið 4. mars – Skráið ykkur!!!

SNAG golf leiðbeinendanámskeið verður haldið föstudaginn 4. mars nk. Kl. 9-15 í Miðhrauni 2 Garðabæ (inniæfingarhúsnæði Golfklúbbsins Odds). Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um golfkennslu og útbreiðslu golfsins. Leiðbeinandi verður Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi. Skráning og nánari upplýsingar í síma 775-0660 og ingibjorg@hissa.is Námskeiðið kostar 15.000 krónur. Innfalið í námskeiðsgjaldinu er SNAG kennslubók á íslensku, aðgangur að upplýsinganeti SNAG og morgun- og hádegishressing. Meira um námskeiðið: Kennt er með Starting New At Golf (SNAG) sem er margverðlaunuð leið við golfkennslu og gerir golfkennslu og golfnám auðveldara og skemmtilegra. Í SNAG golfi eru grunnatriðin í golfi eru kennd á einfaldan og skemmtilegan hátt í gegnum leik. SNAG Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 08:58

Wayne Rooney skuldar Rory e. sigur Frampton

Þeir Scott Quigg og Carl Framton börðust í nótt í Manchester um heimsmeistarabelti í boxi. Ekki í frásögur færandi á golffréttasíðu nema hvað Rory nr. 3 á heimslistanum tók veðmáli fótboltagoðsagnarinnar Wayne Rooney og þeir lögðu þó nokkuð fé undir í veðmáli hvor við annan (Allt í lagi! báðir hafa vel efni á því!!!) Rory hélt með Framton sem sigraði og má sjá tvít þeirra Rory og Rooney hér að neðan: Wayne Rooney:  All the best @scottquigg tonight. Hope you do it mate (Lausleg þýðing: Gangi þér sem best @scottquigg í kvöld. Vona að þú vinnir vinur) Rory McIlroy: You’re a legend Wayne but it’s @RealCFrampton all the way! https://twitter.com/waynerooney/status/703653157772124160 … (Lausleg Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 08:30

Vonn og Wozniacki í nýjasta tölublaði SI í ámáluðum sundfötum

Þær Lindsey Vonn og Caroline Wozniacki fyrrum kærustur Tiger og Rory koma fram í nýjasta tölublaði Sports Illustrated (SI) í engu öðru en bikiníum eða sundbolum sem máluð hafa verið á þær. Þær eru því í engu öðru en málningunni á meðfylgjandi myndum. Wozniacki tvítaði þegar myndirnar birtust: It’s this time of year again!!@si_swimsuit on stands today!😃 so excited! Go grab your copy😁 Photo by @Fredericpinet (Lausleg þýðing: Það er sá tími ársins aftur si_bikiniblaðið er komið í sölu! 🙂 svo spennt! Náið ykkur í eintak:-) Mynd: @Fredericpinet) Og síðan í öðru tvíti: Thanks for making me look good!! 😘 @Fredericpinet (Lausleg þýðing: Takk fyrir að láta mig líta svona vel út!) Lesa meira