Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Adam Scott? (1. grein af 5)

Adam Scott sigraði nú í gær, 28. febrúar 2016 á The Honda Classic á PGA Tour. En hver er kylfingurinn?

Adam Derek Scott fæddist 16. júlí 1980 í Adelaide, Ástalíu. Hann spilar nú aðallega á bandarísku PGA mótaröðunni. Adam Scott náði 1. sætinu á heimslistanum 2014 eftir sigur á Crown Plaza mótinu það ár.

Hann er nú aftur kominn meðal efstu 10 á heimslistanum (er í 9. sæti) eftir að hafa dottið af topp-10 listanum vorið 2015. Adam Scott hefir sigrað í 28 alþjóðlegum mótum. Stærsti sigur hans til dagsins í dag er fyrsti risamótssigur hans á the Masters 2013.  Hann er fyrsti Ástralinn sem sigrar á the Masters í 77 ára sögu mótsins. Adam varð líka eftirminnilega í 2. sæti á Opna breska 2012 og var með 4 högga forystu þegar eftir var að spila 4 holur …. en fékk síðan skolla á þær allar og tapaði sárgrætilega fyrir Ernie Els. Eftirminnilegir sigrar Scott á hinn bóginn eru Players Championship árið 2004 og WGC-Bridgestone Invitational 2011.

Adam Scott

Adam Scott

Adam Scott prívat

Adam Scott fæddist í Adelaide, Ástralíu en fluttist með fjölskyldu sinni 9 ára á  Sunshine Coast í Queensland. Fjölskylda Scott kom sér fyrir á Gullströndinni í Queensland, 1993. Fyrst var Scott í the Southport School, sem er strákaskóli á Gullströndinni en hann lauk menntaskólanum í The Kooralbyn International School, þar sem hann var með golf, sem aukagrein. Hann var hér áður fyrr í landsliði Ástrala í golfi. Síðar var Scott í University of Nevada, Las Vegas,þar sem hann er hluti af  Sigma Chi bræðralaginu.

Meðal frægra kærasta hans er fyrrum nr. 1 í tennisnum Ana Ivanovic. Þau skildu 2010 eftir slæmt gengi Önu á tennisvellinum, sem varð til þess að hún rann niður heimslistann í tennisnum. Þau tóku saman aftur 2011 en skildu aftur 1 ári síðar. Kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma er kvæntur Marie Kojzar (apríl 2014) og á eina dóttur, Bo Anna Scott (febrúar 2015)

Ana Ivanovic og Adam Scott eru skilin að skiptum

Tennisdrottningin Ana Ivanovic og Adam Scott eru skilin að skiptum

Heima í Ástralíu er Scott félagi í The Palms Golf Course Sanctuary Cove, located on the Gold Coast, Queensland, Australia, en hann býr í Sviss.

Áhugamannsferill Adam Scott

Meðal hápunkta á áhugamannsferli Scott var að hann sigraði á  Australian Boys’ Amateur árin 1997 og 1998. Hann var líka, s.s. áður segir í landsliði Ástrala í golfi.

Heimild: Wikipedia