Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs bestur af 4 Íslendingum sem þátt taka í Louisiana Classics

Það eru 4 Íslendingar við keppni í 31. móti Louisiana Classics, sem fram fer árlega.

Þetta eru þeir Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB sem leika fyrir Kent State háskólann í Ohio og Haraldur Franklín Magnús GR og Ragnar Már Garðarsson GKG, sem leika fyrir Louisiana Lafayette.

Mótið fer fram í Vermilion Links Club í Louisiana og stendur 28. febrúar – 1. mars 2016 og lýkur því í dag.

Af Íslendingunum er Gísli Sveinbergs, GK að standa sig best er T-14 eftir 2 hringi af 78 keppendum. Hann er búinn að spila á 1 undir pari (75 68) og átti stórglæsilegan hring í gær upp á 4 undir pari, þar sem hann fékk 5 fugla og 1 skolla. Glæsilegt!!!!

Liðsfélagi Gísla, Bjarki Pétursson, GB, er T-35 hefir spilað samtals á 3 yfir pari, 147 höggum (71 76), líkt og þriðji Íslendingurinn sem þátt tekur í mótinu sem einnit er T-35 en það er Ragnar Már Garðarsson, GKG (79 68), en hann byrjaði afar illa í mótinu, en sýndi karakter og kom geysisterkur tilbaka og átti glæsi- 2. hring líkt og Gísli í gær upp á 4 undir pari, 68 högg!!!

T-26, þ.e. jafn öðrum í 26. sæti er síðan Haraldur Franklín Magnús, GR á samtals sléttu pari, 144 höggum (72 72).

Fylgjast má með lokahringnum með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Haraldar Franklín og Ragnars Más er 10. mars n.k. í Texas en næsta mót Gísla Sveinbergs og Bjarka Péturs er í Suður-Karólínu 12. mars n.k.