Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2016 | 14:45

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-16 í Casablanca

Íslandsmeistarinn í höggleik Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í dag keppni á Open The Tony Jacklin 2016 mótinu, sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 6.- 8. mars 2016 í Casablanca, Marokkó og lauk því í dag. Þórður Rafn lauk keppni jafn öðrum í 16. sæti en hann lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum (69 67 71). Annar hringur Þórðar Rafns upp á 5 undir pari í gær var sérlega glæsilegur en þá fékk hann 6 fugla og 1 skolla. Reyndar voru allir 3 hringir hann undir pari og spilamennskan stórglæsileg hjá Þórði Rafni!!! Sjá má lokastöðuna á Open The Tony Jacklin 2016 mótinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2016 | 12:00

Rickie Fowler fær ás og $1 milljón á góðgerðarmóti Ernie Els

Rickie Fowler er frábær.  Það vita aðdáendur hans mæta vel. En hversu frábært er þetta? Rickie tók í gær þátt í góðgerðarmóti Ernie Els í Flórída og á einni par-3 holunni var $ 1 milljón í verðlaun fyrir holu í höggi. Og hvað gerir Rickie …. fær ás og knús frá öllum þ.á.m. Ernie Els og Rory McIlroy, sem voru að fylgjast með. Sjá má myndskeið af ás Rickie með því að SMELLA HÉR:  Rickie sem er í 5. sæti á heimslistanum fékk þar að auki milljónina, sem rann óskipt til góðgerðarstofnunar Els, en stofnunin styrkir einhverfa, en Els á einmitt einhverfan son. „Það var ansi svalt að geta gert þetta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Adam Scott? (3. grein af 5)

Hér verður fram haldið með kynninguna á Adam Scott, sem var fyrstur Ástrala til þess að sigra the Masters risamótið.  Það sem af er árs 2016 hefir hann staðið sig framúrskarandi vel. Nú um s.l. helgi, 3.-6. mars 2016 sigraði Scott á fyrsta heimsmóti ársins WGC Cadillac Championship á Bláa Skrímslinu og helgina þar áður, 25.-28. febrúar 2016, vann hann The Honda Classic. Sjá má fyrri tvo hluta kynninga Golf 1 á Adam Scott með því að smella á eftirfarandi tengla: ADAM SCOTT 1 og               ADAM SCOTT 2 Árin 2005–2007 á ferli Adam Scott Snemma á árinu 2005 sigraði Adam Scott á the Nissan Open, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2016 | 08:00

SNAG: Horft um öxl 3 ár aftur í tímann

Ingibjörg Guðmundsdóttir, eigandi HISSA, sem hefir umboð fyrir SNAG skrifaði eftirfarandi á heimasíðu SNAG: „Nú lítum við 3 ár til baka. […] Nú, 3 árum síðar hafa meira en 200 manns fengið SNAG leiðbeinendaréttindi og kynna og kenna golf í skólum, golfklúbbum og víðar sem kennarar eða aðstoðarmenn. Þessvegna hafa þúsundir Íslendinga á öllum aldri kynnst golfinu á skemmtilegan hátt í skólum og annarsstaðar “ Sjá má kennslumyndskeið með Magnúsi Birgissyni, SNAG golfkennara með því að  SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elín Soffía Harðardóttir – 7. mars 2016

Það Elín Soffía Harðardóttir, sem er  afmæliskylfingur dagsins.Hún er fædd 7. mars 1958.  Elín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Elínu til hamingju með afmælið hér að neðan Elín Soffía Harðardóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (78 ára); Tom Lehman, 7. mars 1959 (57 ára); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (55 ára); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 (51 árs); Þorbjörn Guðjónsson, GR, 7. mars 1965 (51 árs);  Alena Sharp, 7. mars 1981 (35 ára) ….. og ….. Þórir Einarsson Long F. 7. mars 1989 (27 ára) Hlín Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2016 | 16:00

GHG: Golfklúbbur Hveragerðis ræður Stein G. Ólafsson vallarstjóra

Þann 2. mars s.l. var gengið frá samningum við Stein G. Ólafsson í starf vallarstjóra hjá Golfklúbbi Hveragerðis, samræmi við samþykkt stjórnar klúbbsins þann 1. mars en Steinn er þegar tekinn til starfa. Frá þessu er greint á heimasíðu GHG. Steinn er alinn upp í Hveragerði, en hefur síðastliðna þrjá áratugi sinnt störfum vallarstjóra, fyrst í Öndverðanesi, svo í Kiðjabergi, en síðustu átján ár var hann vallarstjóri á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Golf 1 óskar Steini velfarnaðar í nýju starfi! Mynd: F.v. Steinn G. Ólafsson og Auðunn formaður GHG að undirrita samning


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2016 | 08:00

WGC: Adam Scott sigraði á Cadillac Championship – Hápunktar lokahringsins

Það var ástralski kylfingurinn Adam Scott, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem stóð uppi sem sigurvegari á Bláa Skrímslinu á Doral í Flórída á fyrsta heimsmóti ársins, Cadillac Championship. Scott lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 66 73 69). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Scott kom Bubba Watson á samtals 11 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan Rory McIlroy og Danny Willett á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2016 | 07:00

Skringileg reglubeiðni Spieth

Nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth var í vandræðum á Bláa Skrímslinu á Doral, þegar það stóð undir nafni og var að leika nr. 1 illa. Spieth hóf leik 7 höggum á eftir forystumanninum Adam Scott og var þegar kominn í vandræði á par-5 1. holunni, þegar hann duffaði chipi í brautarglompu og varð að komast upp úr til að save-a par. Spieth var enn kominn í vandræði þegar hann missti högg þegar hann fékk skolla á 3. holu. Sigurvegari Masters og Opna bandaríska missti enn högg með skolla á 3. holu en eftir það bað hann um að tala við dómarann, Andy McFee. Skv. fyrrum Evróputúrskylfingnum Wayne Riley, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 17:15

Golfvellir í Þýskalandi: GC Fleesensee Goehren-Lebbin (7/18)

Fleesensee golfklúbburinn og vellir hans eru nokkuð þekktir a.m.k. meðal þeirra íslensku kylfinga sem hafa reynt fyrir sér í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð karla s.s. Þórði Rafni Gissurarsyni. Og Fleesensee klúbburinn er meðal þeirra bestu í Þýskalandi. Á 1. braut Hallar-vallarins sem er par-4 hefir maður gullfallegt útsýni yfir fyrstu og síðustu holur vallarins sem er í hallargarði í Goehren-Lebbin í Norð-austur Þýskalandi. Brautin virðist líka vera styttri því slegið er af upphækkuðum teig, svipað og á 1. teig Grafarholtsins. Komast má á heimasíðu klúbbsins til þess að fræðast um Fleesensee vellina með því að SMELLA HÉR: Eitt er það sem enginn kylfingur ætti að láta fram hjá sér fara en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 16:30

GR: Jóhann Halldór Sveinsson efstur e. 8 umf. í Ecco-púttmótaröð GR-karla

Það er Jóhann Halldór Sveinsson, sem trónir á toppnum eftir 8 umferðir í Ecco-púttmótaröð GR-karla. Alls hafa 206 karlar tekið þátt í Ecco-púttmótaröð GR-karla. Nú eru bara tvær umferðir eftir; önnur verður spiluð fimmtudaginn 10. mars n.k. og sú síðasta vikuna þar á eftir. Spilaðir eru 2 hringir hvert sinn.  72 pútt = tvípútt á öllum holum  – Skor eins og Jóhann Halldór náði í síðustu umferð 3. mars s.l. þýðir 21 einpútt (eða jafnað niður á hringi þýðir það 10 og 11 einpútt á hring, sem er stórglæsilegur árangur!!!) Staða efstu manna í Ecco-púttmótaröðinni er eftirfarandi: 1 sæti Jóhann Halldór 55 55 60 57 59 56 55 51 2 Lesa meira