Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2016 | 07:00

Skringileg reglubeiðni Spieth

Nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth var í vandræðum á Bláa Skrímslinu á Doral, þegar það stóð undir nafni og var að leika nr. 1 illa.

Spieth hóf leik 7 höggum á eftir forystumanninum Adam Scott og var þegar kominn í vandræði á par-5 1. holunni, þegar hann duffaði chipi í brautarglompu og varð að komast upp úr til að save-a par.

Spieth var enn kominn í vandræði þegar hann missti högg þegar hann fékk skolla á 3. holu.
Sigurvegari Masters og Opna bandaríska missti enn högg með skolla á 3. holu en eftir það bað hann um að tala við dómarann, Andy McFee.
Skv. fyrrum Evróputúrskylfingnum Wayne Riley, sem nú er fréttamaður fyrir Sky Sports spurði Spieth, McFee hvort hann mætti væta botninn á pútternum til þess að koma í veg fyrir að hann rynni til rennisléttum flötunum.

McFee var að sögn óviss um hver nákvæmlega reglan væri en fréttamaður Sky Rich Beem – sem var sigurvegari á US PGA risamótinu 2002 – sagði að svipað mál hefði áður komið upp og Spieth ætti að vera heimilt að núa vatni á pútter sinn.

Vatn olli nógu miklum vandræðum annars staðar hjá þeim sem hófu leik snemma og vonuðust til að fara upp skortöfluna.  T.a.m. fékk Rickie Fowler fugl á fyrstu en fékk síðan fjórfaldan skolla þ.e. 8-u á 3. holu, eftir að bolti hans lenti í vanti.

Nr. 6 á heimslistanum, Henrik Stenson, var líka í vandræðum en hann fékk þrefaldan skolla á 4. holu og tvöfaldan á 5. holu eftir að hafa lent í vatni á báðum brautum.

Á 3 yfir pari var Stenson 13 höggum á eftir Scott, en sá var með 2 högga forystu á Rory og DJ á fyrri stigum 3. hrings.