Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Adam Scott? (3. grein af 5)

Hér verður fram haldið með kynninguna á Adam Scott, sem var fyrstur Ástrala til þess að sigra the Masters risamótið.  Það sem af er árs 2016 hefir hann staðið sig framúrskarandi vel.

Nú um s.l. helgi, 3.-6. mars 2016 sigraði Scott á fyrsta heimsmóti ársins WGC Cadillac Championship á Bláa Skrímslinu og helgina þar áður, 25.-28. febrúar 2016, vann hann The Honda Classic.

Sjá má fyrri tvo hluta kynninga Golf 1 á Adam Scott með því að smella á eftirfarandi tengla: ADAM SCOTT 1 og               ADAM SCOTT 2

Árin 2005–2007 á ferli Adam Scott
Snemma á árinu 2005 sigraði Adam Scott á the Nissan Open, en mótið var stytt í 36 holu mót vegna mikillar rigningar og þ.a.l. var sigurinn ekki skráður sem opinber sigur. Scott og Chad Campbell voru með forystuna þegar mótið var hálfnað og þurfti bráðabana til að skera úr um sigur, sem Scott hafði betur í strax á 1. holu.  Vegna þessa sigurs komst Scott þó í fyrsta sinn á ferlinum á topp-10 á heimslistanum. Frá árinu 2005 hefir Scott verið 220 vikur á topp-10.

Adam Scott - sigurvegari á Johnnie Walker Classic í Beijing, Kína 2005.

Adam Scott – sigurvegari á Johnnie Walker Classic í Beijing, Kína 2005.

Nokkrum mánuðum síðar vann Adam Scott 5. sigur sinn á Evrópumótaröðinni á Johnnie Walker Classic í Beijing, Kína. Hann setti vallarmet, 63 högg og átti 3 högg á næsta mann. Scott vann líka Singapore Open seinna á árinu 2005 á Asian Tour og átti þá 7 högg á Lee Westwood, sem næstur kom.

Scott spilaði alltaf minna og minna á Evrópumótaröðinni en einbeitti sér að PGA Tour. Hann átti gott ár, með einum sigri í viðbót og varð 3 sinnum í 2. sæti og 3 sinnum í 3. sæti. Hann varð í 3. sæti á PGA Championship risamótinu, sem var besti árangur hans í risamóti til þessa. Seinna á árinu var hann T-2 á WGC-American Express Championship, var 8 höggum á eftir Tiger Woods. Í árslok sigraði Scott síðan á Tour Championship með 3 höggum á næsta mann en þetta var 4. sigur hans á PGA Tour. Hann varð í 3. sæti á peningalista PGA 2006.

Adam Scott á Shell Houston Open 2007

Adam Scott á Shell Houston Open 2007

Keppnistímabilið 2007 hófst hjá Scott með 2. sæti á Mecedes Benz Championship á Hawaii á eftir sigurvegaranum Vijay Singh. Eftir þennan árangur náði Scott því hæsta sem hann hefir náð á heimslistanum þ.e. 3. sætinu. hann vann síðan í 5. sinn á PGA Tour, vikuna fyrir Masters risamótið, þ.e. á Shell Houston Open. Eftir að hann sló teighögg sitt í vatnshindrun á 72. holu náði hann að setja niður u.þ.b. 16 metra pútt til þess að innsigla 3 högga sigur yfir Stuart Appleby og Bubba Watson. Hann átti síðan gott tímabil þar sem leikur hans var stöðugur og komst í öll 4 mótin á FedEx Cup umspilinu og varð í 10. sæti á FedExmótaröðinni.

Heimild: Wikipedia