Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 17:15

Golfvellir í Þýskalandi: GC Fleesensee Goehren-Lebbin (7/18)

Fleesensee golfklúbburinn og vellir hans eru nokkuð þekktir a.m.k. meðal þeirra íslensku kylfinga sem hafa reynt fyrir sér í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð karla s.s. Þórði Rafni Gissurarsyni.

Og Fleesensee klúbburinn er meðal þeirra bestu í Þýskalandi.

Á 1. braut Hallar-vallarins sem er par-4 hefir maður gullfallegt útsýni yfir fyrstu og síðustu holur vallarins sem er í hallargarði í Goehren-Lebbin í Norð-austur Þýskalandi.

Brautin virðist líka vera styttri því slegið er af upphækkuðum teig, svipað og á 1. teig Grafarholtsins.

Komast má á heimasíðu klúbbsins til þess að fræðast um Fleesensee vellina með því að SMELLA HÉR:

Eitt er það sem enginn kylfingur ætti að láta fram hjá sér fara en það er kynning á 72-holunum, sem hægt er að velja um í Fleesensee og sjá má í virtual kynningu með því að SMELLA HÉR: 

Helstu upplýsingar um klúbbinn:

Heimilisfang: Golf & Country Club Fleesensee e. V, Tannenweg 1,  17213 Göhren-Lebbin.
Sími: 039932/80 40 0
Fax: 039932/80 40 20
E-mail: info@golfclub-fleesensee.de