Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2016 | 14:45

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-16 í Casablanca

Íslandsmeistarinn í höggleik Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í dag keppni á Open The Tony Jacklin 2016 mótinu, sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Mótið fór fram dagana 6.- 8. mars 2016 í Casablanca, Marokkó og lauk því í dag.

Þórður Rafn lauk keppni jafn öðrum í 16. sæti en hann lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum (69 67 71).

Annar hringur Þórðar Rafns upp á 5 undir pari í gær var sérlega glæsilegur en þá fékk hann 6 fugla og 1 skolla.

Reyndar voru allir 3 hringir hann undir pari og spilamennskan stórglæsileg hjá Þórði Rafni!!!

Sjá má lokastöðuna á Open The Tony Jacklin 2016 mótinu með því að SMELLA HÉR: