Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2016 | 15:00

LET Access: Ólafía endaði í 16. sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, endaði í 16. sæti á Terre Blanche atvinnumótinu sem lauk í Frakklandi í dag.  GR-ingurinn lék lokahringinn á 72 höggum eða -1en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Samtals lék Ólafía hringina þrjá á -1 (74-72-72) en par vallarins er 73. Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR:  Ólafía var í góðri stöðu fyrir lokahringinn á pari samtals eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 74 og 72 höggum en par vallar er 73 högg. Ólafía sagði í samtali við golf.is í Frakklandi að hún væri ánægð með þessa byrjun á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2016 | 07:00

LET Access: Ólafía T-19 e. 2. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék á 72 höggum eða -1 á öðrum keppnisdeginum á Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinn í Frakklandi í dag. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:  Ólafía fékk alls þrjá fugla en tvo skolla. Hún var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Ólafía er í 19.-25. sæti fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á -11. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og er því 18 ára í dag. Helgi Snær er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Svo sem hann á ættir til er Helgi Snær snjall kylfingur. Foreldrar Helga Snæs eru Björgvin Sigurbergsson og Heiðrún Jóhannsdóttir og systir hans er Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Hægt er að óska afmæliskylfingnum til hamingju á Facebooksíðu hans hér: Helgi Snær Björgvinsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. 9. janúar 2007; Dan Pohl, 1. apríl 1955 (61 árs), Donald William Hammond, 1. apríl 1957 (59 ára); Marc Warren, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 14:00

GM: Fyrsta skóflustungan að nýrri íþróttamiðstöð í dag

Í dag, þann 1. apríl 2016, kl. 16.00, verða tímamót í starfsemi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þegar tekin verður fyrsta skóflustungan að nýrri íþróttamiðstöð við Hlíðavöll. Markar þetta upphaf framkvæmda við húsið en þá verður einnig skrifað verður undir saminga við jarðverktaka. Á mánudaginn verða síðan opnuð tilboð í uppsteypu hússins sem auglýst var um síðustu helgi. Skóflustunguna munu börn og ungmenni í GM annast undir handleiðslu Sigurpáls Geirs Sveinsonar íþróttastjóra GM. Þegar miðstöðin verður fullbúin mun verða til fyrsta flokks aðstaða fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ til að æfa sína íþrótt á heilsársgrunni í bæjarfélaginu. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffisopa í vélaskemmu GM á Blikastaðanesi.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 13:00

Harmon: Rory og Day sigurstranglegastir

Rory McIlroy og Jason Day hafa að mati Butch Harmon golfkennara gúru þann eldkraft sem þarf til þess að vera fremstir meðal jafningja í  heimsklassa í ár. Harmon telur að það muni sýna sig þegar á fyrsta risamótinu sem verður í næstu viku, þ.e. á Masters. Þó telur Harmon líka að á fyrsta mótinu muni margir láta að sér kveða – kylfingar sem allir eru í toppformi. The Masters er risamótið sem flestallir golfaðdáendur bíða eftir með mestri óþreyju, en þar mun Jason Day freista þess að vinna 3. mót sitt í röð og Rory reynir aftur við Grand Slam. Jordan Spieth mun reyna að verja titil sinn, en hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 09:00

GSG: Fyrsta Opna Texas Scramble mót ársins – laugardaginn 2.apríl

EKKI APRÍLGABB!!! Á morgun, laugardaginn 2. apríl fer fram fyrsta Texas Scramble mótið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Hámarks leikforgjöf hjá körlum er 24 og konum 28. Vallarforgjöf hjá keppendum er lögð saman og deilt með 3 Forgjöf liðs getur aldrei orðið hærri en vallarforgjöf forgjafarlægri kylfings Forgjöf liðanna verður reiknuð handvirkt á staðnum, því ber að taka forgjöf við skráningu á golf.is með fyrivara. Verðlaun: 1.sæti Aðgangur í Bláa Lónið fyrir 2 og Þriggja rétta máltíð að eigin vali á LAVA fyrir tvo x2 2.sæti Aðgangur í Bláa Lónið fyrir 2 og Þriggja rétta máltíð að eigin vali á LAVA fyrir tvo x2 3.sæti Aðgangur í Bláa Lónið fyrir 2 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 08:00

LPGA: Miyazato og Muñoz efstar e. 1. dag ANA Inspiration

Þær Ai Miyazato frá Japan og Azahara Muñoz frá Spáni eru efstar og jafnar eftir 1. dag ANA Inspiration risamótsins, sem hófst í gær á Rancho Mirage og er fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu. Báðar léku þær á 5 undir pari, 67 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru 3 kylfingar: Shiho Oyama frá Japan, Catriona Matthew golfdrotting frá Skotlandi og hin suður-afríska Lee Anne Pace allar á 4 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á ANA Inspiration eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 07:15

PGA: Dustin Johnson næstefstur e. 1. dag Houston Open – Hoff í 1. sæti

Sleggjan Dustin Johnson er á höttunum eftir fyrsta sigri sínu á þessu keppnistímabili og hann byrjaði vel í gær á móti vikunnar á PGA Tour, Shell Houston Open. Sérlega spilaði hann lokaholurnar glæsilega lauk hringnum á að fá örn og fugl. DJ eins og hann er oft kallaður (31 árs) sökkti 10 feta pútti á par-5 8. brautinni (næstsíðustu holu hans þann dag) fyrir erni  áður en hann setti niður 6 metra pútt frá flatarkanti fyrir fugli á 9. holunni og lauk hringnum á 65 höggum í Humble, Texas þar sem mótið fer fram. Johnson deilir 2. sætinu ásamt þeim Roberto Castro, Scott Brown og Morgan Hoffmann. Fjórir aðrir Bandaríkjamenn eru aðeins 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 07:00

Heimslistinn 30 ára

Í gær, 31. mars 2016 voru 30 ár frá því fyrst var farið að halda tölfræði um hver væri besti kylfingur heims. Farið var af stað með hinn svokallaða Sony lista 31. mars 1986. Sá sem fyrst prýddi 1. sæti heimslistans er s.s. sjá má hér að ofan þýski kylfingurinn Bernhard Langer. Alls hafa 19 mismunandi kylfingar frá 10 ólíkum löndum setið í efsta sæti heimslistans. Sá sem setið hefir lengst í 1. sæti heimslistans er s.s. allir vita Tiger Woods eða 281 viku samfleytt, frá júní 2005 til október 2010.    


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 21:30

Minningarathöfn um Hinna fór fram í dag – minningarorð framkvæmdastjóra GR

Hinrik Gunnar Hilmarsson, alþóðadómari í golfi og starfsmaður Golfklúbbs Reykjavíkur, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi á skír­dag, 57 ára að aldri. Minningarathöfn fór fram í Langholtskirkju í dag. […] Hinrik fædd­ist 28. júlí 1958 í Reykja­vík. For­eldr­ar hans eru Hilm­ar Eyj­ólfs­son, f. 3. janú­ar 1934, og Berg­ljót Gunn­ars­dótt­ir, f. 23. fe­brú­ar 1938. Þessa litríka félaga GR verður sárt saknað. Hinni, eins og hann var gjarnan kallaður, var vinsæll eftirlitsmaður á völlum GR til fjölda ára auk þess sem hann leiðbeindi félagsmönnum á reglu- og nýliðanámskeiðum. Hinni var sannur fagmaður og einn af fyrstu Íslendingunum til að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Hann var yfirdómari á fjölda golfmóta víða um land, Íslandsmótum og Lesa meira