Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 13:00

Harmon: Rory og Day sigurstranglegastir

Rory McIlroy og Jason Day hafa að mati Butch Harmon golfkennara gúru þann eldkraft sem þarf til þess að vera fremstir meðal jafningja í  heimsklassa í ár.

Harmon telur að það muni sýna sig þegar á fyrsta risamótinu sem verður í næstu viku, þ.e. á Masters.

Þó telur Harmon líka að á fyrsta mótinu muni margir láta að sér kveða – kylfingar sem allir eru í toppformi.

The Masters er risamótið sem flestallir golfaðdáendur bíða eftir með mestri óþreyju, en þar mun Jason Day freista þess að vinna 3. mót sitt í röð og Rory reynir aftur við Grand Slam.

Jordan Spieth mun reyna að verja titil sinn, en hann sigraði eftirminnilega á Masters í fyrra.

Enginn þeirra þriggja er þó með tærnar þar sem Tiger var með hælana, hvað varðar risamót.

Harmon sem var þjálfari Tiger þegar sá sigraði í 8 risamótum sagði: „Rory var sá sem ég hélt að myndi stinga af og skilja alla eftir, en þeir hafa náð honum.

Hann leit út eins og Tiger leit út og síðan spruttu allir hinir fram allt í einu og fóru að sigra í mótum.“

Ég tel Rory og Jason hafa smá forskot yfir Jordan vegna lengdar þeirra. Ef þessir tveir spila eins og þeir geta best myndu þeir sigra í hverri viku.“

Ég er ekki að höggva í Jordan (Spieth) en þessir tveir náungar geta tekið yfir golfvöll. Ég held að Jason sé líklega að pútta betur en Rory gerir, stöðugra, jafnvel þó Rory hafa púttað betur með hendur í kross (ens.: cross-handed).  Við sjáum bara til hvað verður.“

En þeir (Rory og Day) eru báðir líkir í því hvernig þeir spila. Þeir eru aggressívir en klárir. Þeir eru langir af teig og geta tekið par-5 urnar. Þeir eru líka báðir góðir í kringum flatirnar. Líkt og Jason er Rory góður í stutta spilinu.“

World No.2 McIlroy is the only top player not to win a tournament this year – and he changed to a left-below-right putting grip similar to Spieth this month to cure his putting woes.

There is no doubt that Jordan’s success was eating at him,” Harmon said. “Any time somebody knocks you off your pedestal when you are at the top, if you are a competitor, you are darned right it pushes you and makes you work a little harder.”

„Það er fullt af kylfingum að spila gott golf,“ sagði Harmon loks.

Til þess að nefna örfáa af amkeppnisaðilum Rory og Day þá eru það þeir Rickie Fowler, Bubba Watson, Adam Scott og Phil Mickelson.