Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 07:15

PGA: Dustin Johnson næstefstur e. 1. dag Houston Open – Hoff í 1. sæti

Sleggjan Dustin Johnson er á höttunum eftir fyrsta sigri sínu á þessu keppnistímabili og hann byrjaði vel í gær á móti vikunnar á PGA Tour, Shell Houston Open.

Sérlega spilaði hann lokaholurnar glæsilega lauk hringnum á að fá örn og fugl.

DJ eins og hann er oft kallaður (31 árs) sökkti 10 feta pútti á par-5 8. brautinni (næstsíðustu holu hans þann dag) fyrir erni  áður en hann setti niður 6 metra pútt frá flatarkanti fyrir fugli á 9. holunni og lauk hringnum á 65 höggum í Humble, Texas þar sem mótið fer fram.

Johnson deilir 2. sætinu ásamt þeim Roberto Castro, Scott Brown og Morgan Hoffmann. Fjórir aðrir Bandaríkjamenn eru aðeins 1 höggi á eftir DJ, þ.e. þeir  Johnson Wagner, Justin Hicks, Scott Pinckney og Chez Reavie sem allir léku á 66 höggum.

Sá sem er í efsta sæti er Charley Hoffman, (eða the Hoff eins og hann er oft kallaður) á 64 höggum.

Eftir hringinn sagði DJ, sem var ánægður að vera í hóp efstu eftir hringinn: „Þetta var frábær dagur, allt í allt var þetta frábær dagur. Ég var aðeins með 2 skolla og annar þeirra var leðjubolti á 5. (holu). Ég sló gott högg en boltinn festist í leðju og ég sló til vinstri því hann var í slæmri legu og gat ekki bjargað þessu. Svo var vítahögg á par-5 13. holu (4. hola DJ í gær). En að öðru leyti fannst mér ég leika býsna stöðugt í dag og setti niður nokkur falleg pútt,“ sagði DJ að lokum.