Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 08:00

LPGA: Miyazato og Muñoz efstar e. 1. dag ANA Inspiration

Þær Ai Miyazato frá Japan og Azahara Muñoz frá Spáni eru efstar og jafnar eftir 1. dag ANA Inspiration risamótsins, sem hófst í gær á Rancho Mirage og er fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu.

Báðar léku þær á 5 undir pari, 67 höggum.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru 3 kylfingar: Shiho Oyama frá Japan, Catriona Matthew golfdrotting frá Skotlandi og hin suður-afríska Lee Anne Pace allar á 4 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á ANA Inspiration eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: