Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 07:00

Heimslistinn 30 ára

Í gær, 31. mars 2016 voru 30 ár frá því fyrst var farið að halda tölfræði um hver væri besti kylfingur heims.

Farið var af stað með hinn svokallaða Sony lista 31. mars 1986.

1-a-sony

Sá sem fyrst prýddi 1. sæti heimslistans er s.s. sjá má hér að ofan þýski kylfingurinn Bernhard Langer.

Alls hafa 19 mismunandi kylfingar frá 10 ólíkum löndum setið í efsta sæti heimslistans.

Sá sem setið hefir lengst í 1. sæti heimslistans er s.s. allir vita Tiger Woods eða 281 viku samfleytt, frá júní 2005 til október 2010.