Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2016 | 14:00

GM: Fyrsta skóflustungan að nýrri íþróttamiðstöð í dag

Í dag, þann 1. apríl 2016, kl. 16.00, verða tímamót í starfsemi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þegar tekin verður fyrsta skóflustungan að nýrri íþróttamiðstöð við Hlíðavöll.

Markar þetta upphaf framkvæmda við húsið en þá verður einnig skrifað verður undir saminga við jarðverktaka.

Á mánudaginn verða síðan opnuð tilboð í uppsteypu hússins sem auglýst var um síðustu helgi.

Skóflustunguna munu börn og ungmenni í GM annast undir handleiðslu Sigurpáls Geirs Sveinsonar íþróttastjóra GM.

Þegar miðstöðin verður fullbúin mun verða til fyrsta flokks aðstaða fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ til að æfa sína íþrótt á heilsársgrunni í bæjarfélaginu.

Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffisopa í vélaskemmu GM á Blikastaðanesi.