Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2016 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State í 3. sæti á Rebel Intercollegiate

Í gær lauk Rebel Intercollegiate mótinu en það stóð dagana 1. -3. apríl og var gestgjafi Mississippi háskóli. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og lið hennar Fresno State urðu í 3. sæti í mótinu. Guðrún Brá lék best í liði sínu og varð í 8. sæti í einstaklingskeppninni. Hún lék á samtals 4 yfir pari (76 74 70). Þátttakendur í mótinu voru 90 frá 15 háskólum. Sjá má lokastöðuna á Rebel Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2016 | 01:00
LPGA: Lydia Ko sigraði á ANA Inspiration

Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi, sem sýndi og sannaði af hverju hún er nr. 1 á fyrsta risamóti ársins. Ko sigraði glæsilega og varð þar með sú yngsta í golfsögunni til þess að eiga tvo sigra í risamótum undir beltinu. Sjá má viðtal Ko eftir sigurinn á 1. risamóti ársins með því að SMELLA HÉR: Ko lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 68 69 69). Fyrir sigurinn í risamótinu hlaut Ko $ 390.000, sem er 1/3 af verðlaunafé í hefðbundnu PGA Tour móti – talandi um launamun kynja. Öðru sætinu deildu þær Charley Hull (70 69 69 69) og In Gee Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2016 | 00:30
PGA: Herman sigraði á Houston Open

Það var Bandaríkjamaðurinn Jim Herman, sem vann fyrsta sigur sinn á PGA mótaröðinni þegar hann sigraði á Houston Open. Herman lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (69 69 67 68). Í 2. sæti á hæla Herman, varð Svíinn Henrik Stenson (14 undir pari) og í 3. sæti Dustin Johnson (13 undir pari). Það er því Herman sem fær að spila á The Masters í næstu viku Til þess að sjá lokastöðuna á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2016 | 17:00
GS: Arnar Freyr og Davíð sigruðu á Opna Vormótinu

Í gær, 2. apríl 2016 fór fram Opna Vormót Golfklúbbs Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru. Þeir sem luku leik voru 110, þar af 8 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum stóð sig best Svava Agnarsdóttir, GG var á 35 punktum og í höggleikskeppninni stóð sig best Hulda Clara Gestsdóttir, GKG; var á 89 höggum. Leikform var bæði höggleikur og punktakeppni með forgjöf og voru verðlaun veitt fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppninni. Í höggleikskeppninni sigraði Arnar Freyr Jónsson, úr Golfklúbbi Neskaupsstaðar og í 2. sæti varð félagi hans úr GN, Steinar Snær Sævarsson. Arnar Freyr lék Hólmsvöllinn á 73 höggum og Steinar Snær á 77 höggum, en það voru bestu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og er því 19 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið F. 3. apríl 1997 (19 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970; Dorothy Germain Porter, f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004; Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – d. 9. september 1985); Sandra Spuzich, f. 3. apríl 1937 (fv. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2016 | 13:00
GR: Flightscope komið í Bása!

Á heimasíðu GR má lesa eftirfarandi frétt frá Andrési Jóni, íþróttastjóra GR: „Ef þið hafið horft á golf í sjónvarpi hafið þið eflaust séð á skjánum ýmsar upplýsingar t.d. kylfuhraða eða boltahraða. Þessar upplýsingar koma frá ratsjá sem staðsett er í höggstefnu kylfings. Í dag eru til nokkrar gerðir af ratsjám og munum við taka eina slíka í notkun í Básum á næstu dögum, Flightscope er nýjung sem verður í boði fyrir félagsmenn og aðra kylfinga sem hafa áhuga á að nýta sér þessa tækni. Flightscope er 3D Doppler ratsjá fyrir golf og fleiri íþróttir. Tækið sendir út lága tíðni rafsegulsviðs sem mælir nákvæmlega flugtakshorn, flug golfboltans ásamt hreyfingum og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2016 | 12:00
Staðfest: Tiger tekur ekki þátt í Masters

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods hefir staðfest að hann muni ekki spila í 80. Masters risamótinu, sem hefst í næstu viku og segir hann sig ekki nógu góðan í bakinu eftir uppskurðinn þannig að hann geti keppt. Fjórtánfaldi risamótsmeistarinn og fjórfaldi Masters sigurvegarinn hefur ekki spilað á PGA Tour frá því í ágúst. Eftir bakuppskurðinn fór hann í annan uppskurð til þess að minnka verk vegna klemmdrar taugar. „Ég hef verið að vinna í endurhægingunni og tekið framförum daglega en ég er ekki líkamlega orðinn nógu góður til þess að keppa á Masters,“ tvítaði Tiger. Tiger sagði jafnframt að ekki væri komið á hreint hvenær hann myndi snúa aftur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2016 | 10:00
Ólafía Þórunn: „Völlurinn einn sá flottasti sem ég hef spilað“

Hér má sjá viðtal við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfing í GR, sem finna má á heimasíðu GSÍ: „Ég er bara ánægð með niðurstöðuna í heildina. Ég var að spila ótrúlega vel en ég var samt ekki að ná að skora. Þessi golfvöllur er einn sá besti og sá flottasti sem ég hef spilað á. Og þeir eru orðnir nokkuð margir sem ég hef keppt á. Völlurinn var í góðu standi en flatirnar kannski aðeins hægar en maður er vanur. Flatirnar voru ekki mjög stórar en þetta var erfiður völlur en sanngjarn,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is í dag í Frakklandi eftir að hún hafði lokið leik á sínu fyrsta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2016 | 17:00
GO: Samstarfssamningur við AVIS

Á heimasíðu GO er að finna þessa nýlegu frétt: „Golfklúbburinn Oddur og AVIS hafa gert með sér nýjan samstarfssamning og verður AVIS þar með einn stærsti styrktaraðili klúbbsins. AVIS rekur eina stærstu bílaleigu landsins og hefur undanfarin ár stutt dyggilega á bakvið Golfklúbbinn Odd. „Þetta eru frábær tíðindi fyrir okkur hjá Golfklúbbnum Oddi. Við höfum átt í afar farsælu samstarfi við AVIS á undanförnum árum og það er sérlega ánægjulegt að samstarfið haldi áfram til næstu fimm ára,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GO. „Við hjá AVIS erum virkilega ánægð með að endurnýja samstarfssamninginn við GO. Þetta er glæsilegur klúbbur með fagmennsku í fyrirrúmi og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2016

Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

