Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2016 | 17:00

GS: Arnar Freyr og Davíð sigruðu á Opna Vormótinu

Í gær, 2. apríl 2016 fór fram Opna Vormót Golfklúbbs Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru.

Þeir sem luku leik voru 110, þar af 8 kvenkylfingar.

Af kvenkylfingunum stóð sig best Svava Agnarsdóttir, GG var á 35 punktum og í höggleikskeppninni stóð sig best Hulda Clara Gestsdóttir, GKG; var á 89 höggum.

Leikform var bæði höggleikur og punktakeppni með forgjöf og voru verðlaun veitt fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppninni.

Í höggleikskeppninni sigraði Arnar Freyr Jónsson, úr Golfklúbbi Neskaupsstaðar og í 2. sæti varð félagi hans úr GN, Steinar Snær Sævarsson.  Arnar Freyr lék Hólmsvöllinn á 73 höggum og Steinar Snær á 77 höggum, en það voru bestu skorin í gær.

Í punktakeppninni voru eftirfarandi í efstu sætum

1 sæti Davíð Davíðsson GKG 18 F 18 22  á 40 punktum
2 sæti Sigurður Guðjónsson GK 24 F 20 19 á 39 punktum
3 sæti Steingrímur Hjörtur Haraldsson GR 8 F 17 21 á 38 punktum

Eiríkur Jónsson úr GM var einnig á 38 punktum en var með 16 á seinni 9.