Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2016 | 12:00

Staðfest: Tiger tekur ekki þátt í Masters

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods  hefir staðfest að hann muni ekki spila í 80. Masters risamótinu, sem hefst í næstu viku og segir hann sig ekki nógu góðan í bakinu eftir uppskurðinn þannig að hann geti keppt.

Fjórtánfaldi risamótsmeistarinn og fjórfaldi Masters sigurvegarinn hefur ekki spilað á PGA Tour frá því í ágúst.

Eftir bakuppskurðinn fór hann í annan uppskurð til þess að minnka verk vegna klemmdrar taugar.

Ég hef verið að vinna í endurhægingunni og tekið framförum daglega en ég er ekki líkamlega orðinn nógu góður til þess að keppa á Masters,“ tvítaði Tiger.

Tiger sagði jafnframt að ekki væri komið á hreint hvenær hann myndi snúa aftur í keppnisgolfið.

Eftir mat á bakinu á mér og eftir að hafa ráðfært mig við lækna mína þá hef ég ákveðið að skynsamlegast væri að sleppa Masters mótinu í ár,“ póstaði Tiger á vefsíðu sína.

Ég hef slegið bolta og æft daglega en ég er ekki tilbúinn líkamlega. Ég hef alltaf sagt að í þetta sinn yrði ég að fara varlega og geta það sem er best til langs tíma litið varðandi heilsu mína og feril.

Því miður væri ákvörðun um að spila á Augusta í næstu viku ekki rétt ákvörðun. Ég er algjörlega að taka framförum og ég er virkilega ánægður með hversu langt allt er komið áleiðis, en ég hef enn ekki tekið ákvörðun um hvenær ég sný aftur í keppnisgolfið.

Tiger sagði samt að hann myndi taka þátt í hinum árlega Champions Dinner, þar sem Jordan Spieth býður upp á Texas barbecue.

Þetta er mjög mikilvæg og sérstök vika fyrir mig og það er mjög leiðinlegt að missa af henni,“ sagði Tiger.

En það er á dagskrá að fara á Champions Dinner og sjá alla gömlu vinina.“

Tiger þakkaði líka öllum áhangendum sínum fyrir að halda tryggð við sig meðan á veikindum hans stendur.

Tiger hefir ekki sigrað í risamóti frá því á Opna bandaríska 2008 og hefir ekki unnið mót á PGA Tour frá því hann sigraði á  2013 WGC Bridgestone Invitational, sem var 79. sigur hans á  PGA Tour og vantar hann aðeins 3 sigra í mótum á PGA Tour til þess að jafna mótamet Sam Snead.

„Mig langar að þakka áhangendunum fyrir áhyggjur þeirra og stuðning,“ sagði Tiger. „Þessi síðustu ár hafa verið erfið en ég er með bestu áhangendurna og ég vil að þeir viti það.“

Tiger vantar en 4 sigra í risamótum til þess að jafna risamótameð Jack Nicklaus upp á 18 sigra í risamótum.