Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State í 3. sæti á Rebel Intercollegiate

Í gær lauk Rebel Intercollegiate mótinu en það stóð dagana 1. -3. apríl og var gestgjafi Mississippi háskóli.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og lið hennar Fresno State urðu í 3. sæti í mótinu.

Guðrún Brá lék best í liði sínu og varð í 8. sæti í einstaklingskeppninni.

Hún lék á samtals 4 yfir pari (76 74 70).

Þátttakendur í mótinu voru 90 frá 15 háskólum.

Sjá má lokastöðuna á Rebel Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: