Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2016 | 01:00

LPGA: Lydia Ko sigraði á ANA Inspiration

Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi, sem sýndi og sannaði af hverju hún er nr. 1 á fyrsta risamóti ársins.

Ko sigraði glæsilega og varð þar með sú yngsta í golfsögunni til þess að eiga tvo sigra í risamótum undir beltinu.

Sjá má viðtal Ko eftir sigurinn á 1. risamóti ársins með því að SMELLA HÉR: 

Ko lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 68 69 69). Fyrir sigurinn í risamótinu hlaut Ko $ 390.000, sem er 1/3 af verðlaunafé í hefðbundnu PGA Tour móti – talandi um launamun kynja.

Öðru sætinu deildu þær Charley Hull (70 69 69 69) og In Gee Chun (69 69 69 70),  á 11 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna í ANA Inspiration risamótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings ANA Inspiration risamótsins með því að SMELLA HÉR: