Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 17:00
Langar þig að vinna golfferð?

Í tilefni þess að Golfskálinn hefur opnað ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í golfferðum langar Golfskálanum að gefa golfferð fyrir tvo til Alicante Golf næsta haust. Skráið ykkur með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Dóra Henriksdóttir – 6. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Dóra Henriksdóttir. Dóra fæddist 6. apríl 1966 í Póllandi og á því stórafmæli í dag. Hún er í GVG þ.e. Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska til hamingju með afmælið hér að neðan Dora Henriksdottir F. 6. apríl 1966 (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Schuchart, 6. apríl 1962 (54 ára); Robert Rock, 6. apríl 1977 (39 ára); Tanya Dergal, 6. apríl 1984 (32 ára), Victor Riu, 6. apríl 1985 (31 árs)…. og …. Bogi Agustsson F. 6. apríl 1952 (64 ára) Árni Björn Guðjónsson F. 6. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 14:00
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 3. sæti á Mimosa Hills Intercollegiate

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Elon léku í Mimosa Hills Intercollegiate dagana 3.-4. apríl 2016. Sunna Víðisdóttir, GR, sem einnig leikur með Elon var ekki með að þessu sinni. Gunnhildur lék hringina tvo á samtasl 163 höggum 163 höggum (83 80) og endaði T-52 i einstaklingskeppninni. Elon varð í 3. sæti í liðakeppninni en þátttakendur voru 15 háskólalið. Næsta mót Elon liðsins er the Colonial Athletic Association Women’s Golf Championships í Southport, N.C., sem fram fer 15.-17. apríl n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 10:00
Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-32 og Bjarki T-71 í Aggie Inv.

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og lið þeirra Kent State lék á móti helgina 3.-4. apríl s.l.. Mótið, Aggie Invitational var haldið í Texas og voru leiknar 54 holur. Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Gísli lék á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (78 77 70) og lauk keppni T-32 í einstaklingskeppninni. Bjarki lék á samtals 14 yfir pari, 227 höggum (82 79 76) og lauk keppni T-71 í einstaklingskeppninni. Kent State háskólaliðið endaði í 6. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Aggie Inv. með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gísla og Bjarka og Kent State fer fram nú á laugardaginn 9. apríl 2016.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 09:00
GK: Vorskilaboð formanns GK, Arnars Atlasonar

„Það er hverjum kylfingi eðlislægt að hugsa sér til hreyfings þegar sólin sýnir sig meir og meir á þessum árstíma. Lóan er komin og allir orðnir spenntir að hefja tímabilið. Enn má þó gera ráð fyrir einhverjum kulda áður en vorið hefur að fullu innreið sína. Páskarnir eru jafnan sá tími sem kylfingar fara að huga að golfsettunum og mæta oftar og oftar í Hraunkot. Hjá þeim allra einbeittustu markar þessi tími lok þjálfunartímans og við tekur keppnis tímabilið, oftar en ekki með ferðum til heitari staða til að setja punktinn yfir i-ið. Þjálfarar okkar eru einmitt í þessum töluðu orðum að leggja í slíka ferð með þjálfunarhópa okkar. Ferðinni Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 08:00
GM: Ungir GM-ingar tóku fyrstu skóflustunguna

Það var stór stund fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar s.l. föstudag, 1. apríl 2016, þegar tekin var fyrsta skóflustungan að nýrri Íþróttamiðstöð GM sem mun standa miðsvæðis við Hlíðavöll. Það var myndarlegur hópur ungra kylfinga klúbbsins sem fékk það verkefni að taka sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýju mannvirki undir handleiðslu þjálfara síns Sigurpáls Geirs Sveinssonar Íþróttastjóra GM. Þegar húsið verður allt komið í gagnið mun verða til aðstaða fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ að æfa sína íþrótt alfarið í heimabyggð við bestu mögulegu aðstöðu. Eftir helgi munu jarðavegsframkvæmdir hefjast á fullu og mun verða líflegt um að litast um á svæðinu í vor. Gert er ráð fyrir því að eiginlegar byggingarframkvæmdir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 07:00
GSG: Vormót sunnud. 10. apríl n.k.

Vormót GSG fer fram sunnudaginn 10.apríl á Kirkjubólsvelli í Sandgerði Rástímar verða frá 09:00 – 14:00 Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni Spilað verður að venju inn á sumargrín. Mótsgjald 3000kr Verðlaun: 1.sæti punktar 15.000kr Gjafabréf í Nettó 2.sæti punktar 10.000kr Gjafabréf í Nettó 3.sæti punktar 10.000kr Gjafabréf í Nettó 4.sæti punktar 7.000kr Gjafabréf í Nettó1.sæti höggleik 15.000kr Gjafabréf í Nettó Nándarverðlaun á 2. og 15.braut Hægt er að skrá sig á mótið á Golf.is, og hægt er að komast inn á þá síðu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eiga því 40 ára í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni 19. nóvember 2011 (70 högg) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2016 | 12:00
Bubba Watson: „Það er margt að andlegu hliðinni hjá mér“

Nú er komið að stóru stundinni Masters vikunni og til þess að hefja þessa dýrðarviku ákvað CBS fréttastofan að taka viðtal við tvöfaldan Masters sigurvegara Bubba Watson. Bubba er að mögu leyti mjög sérstakur. Hann spilar golf þannig að þeir sem fylgjast með verða innblásnir golfbakteríunni. Hann slær boltann svo langt og getur beygt hann og sveigt eins og enginn annar. Það lítur oft út fyrir að hann sé að spila allt annað golf en afgangurinn af okkur. En Bubba á líka oft erfitt með skapsmuni sína, fær geðluðruköst og hellir sér þá yfir jafnt aðdáendur sína sem kylfusveina, þannig að hann hefir uppskorið gagnrýni fyrir. Bubba útskýrði það svo Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2016 | 20:00
Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2016

Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 49 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Þess mætti loks geta í þessari stuttu samantekt að Unnar er mjög hæfileikaríkur ljósmyndari s.s. m.a. margir kylfingar hafa fengið að njóta. Unnar var við golfleik Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

