Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2016

Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 49 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR:

Þess mætti loks geta í þessari stuttu samantekt að Unnar er mjög hæfileikaríkur ljósmyndari s.s. m.a. margir kylfingar hafa fengið að njóta.  Unnar var við golfleik afmælisdaginn og sagði að sögn hafa komið nokkrum golfboltum á loft!

Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF. Mynd: UIJ

Komast má á heimasíðu Unnars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF. Mynd: Í einkaeigu.

Unnar Ingimundur Jósepsson (49 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: JoAnne Carner, 4. apríl 1949 (67 ára); Matt Cole, 4. apríl 1961 (55 ára); Sherrin Smyers, 4. apríl 1962 (54 ára); Tina Tombs, 4. apríl 1962 (54 árs); Gregory Thomas Kraft, 4. apríl 1964 (52 ára); Golfklúbbur Ness, 4. apríl 1964 (52 ára); Audrey Riguelle, frönsk – spilar á LET Access, 4. apríl 1984 (32 ára) ….. og …..

Hexia Búninga Og Fataleiga
F. 4. apríl 1976 (40 ára stórafmæli!!!)

Jórunn Pála Jónasdóttir
F. 4. apríl 1989 (27 ára)

Kjólakistan Föt Og Fylgihlutir
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is