Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 3. sæti á Mimosa Hills Intercollegiate

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Elon léku í Mimosa Hills Intercollegiate dagana 3.-4. apríl 2016.

Sunna Víðisdóttir, GR, sem einnig leikur með Elon var ekki með að þessu sinni.

Gunnhildur lék hringina tvo á samtasl 163 höggum 163 höggum (83 80) og endaði T-52 i einstaklingskeppninni.

Elon varð í 3. sæti í liðakeppninni en þátttakendur voru 15 háskólalið.

Næsta mót Elon liðsins er the Colonial Athletic Association Women’s Golf Championships í Southport, N.C., sem fram fer 15.-17. apríl n.k.