Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-32 og Bjarki T-71 í Aggie Inv.

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB  og lið þeirra Kent State lék á móti helgina 3.-4. apríl s.l..

Mótið, Aggie Invitational var haldið í Texas og voru leiknar 54 holur.  Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum.

Gísli lék á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (78 77 70) og lauk keppni T-32  í einstaklingskeppninni.

Bjarki lék á samtals 14 yfir pari, 227 höggum (82 79 76) og lauk keppni T-71 í einstaklingskeppninni.

Kent State háskólaliðið endaði í 6. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Aggie Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Gísla og Bjarka og Kent State fer fram nú á laugardaginn 9. apríl 2016.