Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2016 | 12:00

Bubba Watson: „Það er margt að andlegu hliðinni hjá mér“

Nú er komið að stóru stundinni Masters vikunni og til þess að hefja þessa dýrðarviku ákvað CBS fréttastofan að taka viðtal við tvöfaldan Masters sigurvegara Bubba Watson.

Bubba er að mögu leyti mjög sérstakur.

Hann spilar golf þannig að þeir sem fylgjast með verða innblásnir golfbakteríunni.  Hann slær boltann svo langt og getur beygt hann og sveigt eins og enginn annar.

Það lítur oft út fyrir að hann sé að spila allt annað golf en afgangurinn af okkur.

En Bubba á líka oft erfitt með skapsmuni sína, fær geðluðruköst og hellir sér þá yfir jafnt aðdáendur sína sem kylfusveina, þannig að hann hefir uppskorið gagnrýni fyrir.

Bubba útskýrði það svo að orsök þessara kasta sinna væri hræðsla sín og hann ætti við mörg andleg vandamál að stríða sem tengdust hræðslu hans.

Ég er með mörg andleg vandamál að því leyti að ég er hræddur við hluti sem ég ætti ekki að vera hræddur við, ekki satt? Ég er hræddur í mikilli hæð. Hræddur um að byggingar falli á mig. Myrkfælinn. Hræddur í mannfjölda. Þetta eru stærstu þættirnir.“

Milli brauta – og það veldur mér hræðslu – vegna þess að það er svo margt fólk nálægt manni … er ég bara hræddur við fólk – Það er bara svona – almennt.“

Kaddý Bubba, Ted Scott, bætti líka við:

„Vá maður, hann er í rusli …. en hann er fyndinn, vitið þið? Ég held að Bubba sé virkileg tilfinningavera en 95% alls tímans er bara tær hamingja að vera í kringum hann.“