Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eiga því 40 ára í dag.

Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni 19. nóvember 2011 (70 högg) og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Halldórs. Árið 2012 spilaði Halldór á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Besta skor hans er 69 í Leirunni. S.l. 2 ár hefir Halldór tekið þátt í nokkrum Opnum mótum með góðum árangri, eins og hans er von og vísa.

Halldór á eina dóttur, Guðrúnu Ernu, 14 ára, sem spilar golf. Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:

Komast má á Facebook síðu Halldórs X til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn hér fyrir neðan:

Afmæliskylfingurinn Halldór X í golfi í Brautarholtinu. Mynd: Í einkaeigu
Halldór X Halldórsson (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lady Margaret Rachel Scott, f. 5. april 1874 – d. 27. janúar 1938); John F. „Johnny” Revolta f. 5. apríl 1911 – d. 3. mars 1991; Bob Burns, 5. apríl 1968 (48 ára); Henrik Stenson, 5. apríl 1976 (40 ára stórafmæli) Brendan Steele, 5. apríl 1983 (33 ára) – leiddi m.a. á PGA Championship 2011 fyrir lokadaginn…. og …..

Morten Geir Ottesen, GHG
F. 5. apríl 1959 (57 ára)

Íslenskur Ferðamarkaður
F. 5. apríl 1982 (34 ára)

Bílabankinn Bílasala
F. 5. apríl 1989 (27 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is