Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2016 | 09:00

The Masters 2016: Spieth efstur 3. daginn í röð

Jordan Spieth sýnir yfirburði sína á The Masters og myndi engum koma á óvart þó hann stæði uppi sem sigurvegari í kvöld! Hann er búinn að spila hringina 3 á The Masters á samtals 3 undir pari, 213 höggum (66 74 73). En Spieth verður að klára og a.m.k. einn baneitraður á hæla hans, þar sem er gamla brýnið Bernhard Langer. Að vísu er Langer „ekki nema“ í 3. sæti á samtals 1 undir pari og því 2 höggum á eftir Spieth, en hann hefir langtum meiri leikreynslu á Augusta en nýliðinn Smylie Kaufman, sem búinn er að tylla sér í 2. sætið og er á hæla Spieth, aðeins 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2016 | 01:00

GKG: Opnun nýrrar Íþróttamiðstöðvar

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar var opnuð með formlegum hætti laugardaginn 9. apríl 2016. Mikið fjölmenni mætti til þess að skoða nýja mannvirkið sem er á tveimur hæðum og mátti heyra á gestum að ný viðmið hefðu nú verið sett í aðstöðu fyrir golfklúbba landsins. Framkvæmdir við nýju íþróttamiðstöðina hófust fyrir rétt rúmlega ári síðan. Íþróttamiðstöðin, sem er 1400 fermetrar var reist á þeim stað þar sem gamla félagsaðstaða GKG var til staðar. Það húsnæði var fyrir löngu sprungið en þar var um að ræða gamlan söluskála sem var áður á Selfossi en var keyptur af GKG vorið 1990. Um 1300 félagsmenn eru í GKG og fram Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Ungur kylfingur fær bolta á mikilli ferð beint í klofið. Hann fellur aftur fyrir sig og veltir sér síðan á hliðina emjandi af sársauka. Um leið og honum er hætt að svima og hann getur staðið upp fer hann til læknis. „Hversu slæmt er það, læknir?“ spyr hann. „Við erum að fara í frí hveitibrauðsdagana í næstu viku eftir að við giftum okkur og kærastan mín er enn hrein mey!“ Læknirinn segir: „Ég verð að búa um liminn á þér til þess að þetta lagist og setja spelkur á hann svo hægt sé að halda honum beinum. Þetta ætti að vera komið í lag í næstu viku.“ Þannig að læknirinn tók út 4 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 18:00

The Masters 2016: 17 staðreyndir f. 3. hring

Hér á eftir fara 17 staðreyndir fyrir 3. hring Masters risamótsins, sem fer fram nú í kvöld: 1  Engum kylfingi hefir tekst að vera með alla 4 hringina á 60 og eitthvað síðan 2007. Sú tölfræði verður óbreytt því engum kylfingi tókst að „breaka“ 70 á 2. hring einum í þessu, þ.e. 80. Masters risamótinu 2016. 2  Það eru 50 ár síðan að það voru 2 hringir þar sem engum kylfingi tókst að vera á skori upp á 60 og eitthvað.  Á 3. og 4. hring á Masters mótinu 1966 var aðeins 9 kylfingum sem tókst að brjóta parið og aðeins 2 voru með hringi upp á 60 og eitthvað þ.e. Jack Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson og Ingibjörg Birgisdóttir – 9. apríl 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Hörður Hinrik Arnarson og Ingibjörg Birgisdóttir. Ingibjörg er fædd 9. apríl 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hinn afmæliskylfingurinn er Hörður Hinrik Arnarson, GK, golfkennari og framkvæmdastjóri. Hörður fæddist 9. apríl 1967 á Sólvangi í Hafnarfirði og er því 49 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hörður byrjaði í golfi 11 ára, árið 1978 vegna þess að foreldrar hans, Örn og Bjarney, fóru út á golfvöll og hann fylgdi þeim. Hörður var á tímabili aðstoðarmaður landsliðsþjálfara í golfi og hefir ásamt Magnúsi Bigirssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur kennt þúsundum Íslendinga golf í Portúgal og á Spáni, einkum á Matalascañas og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 14:28

NK: Nesklúbburinn auglýsir e. starfskrafti í sumar

Nesklúbburinn auglýsir eftir starfskrafti í starf vallarvarðar í sumar. Helstu verkefni eru eftirlit og stjórnun umferðar á golfvellinum ásamt aðstoð á skrifstofu og við mótahald. Leitað er eftir jákvæðum einstaklingi sem hefur þekkingu á golfíþróttinni og með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Vinnutími er á milli kl. 16.00 og 20.00 virka daga og aðra hverja helgi. Ráðningartímabil er frá 15. maí – 15. september. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2016 og skulu umsóknir berast á netfangið nkgolf@nkgolf.is


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 14:00

GR: Bréf frá formanni

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi bréf formanns klúbbsins: „Nú eru tvær vikur í sumardaginn fyrsta og sól farin að hækka á lofti. Það er stutt í opnun golfvalla Golfklúbbs Reykjavíkur og því við hæfi að ég upplýsi félagsmenn í GR um ýmislegt sem á daga okkar hefur drifið frá því ég skrifaði ykkur í síðasta mánuði. Það sem vafalítið vekur mestan áhuga félagsmanna er ástand golfvallanna okkar. Það er skemmst frá því að segja að þeir koma ljómandi vel undan vetri. Mikil og góð vinna vallarstarfsmanna í vetur og ljómandi gott vor hefur séð til þess. Flatir eru flestar hverjar í mjög góðu ástandi, áburðargjöf er hafin og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 10:00

Ko og Spieth kylfingar ársins

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko og nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth voru valin kylfingar ársins 2015 af bandarískum golffréttariturum þ.e. GWAA (Golf Writers Association of America). Þeim var afhent viðurkenningin við viðhöfn á Augusta National. Lydia Ko er sem sagt á Augusta og fylgdist þar m.a. með helstu karlstjörnum golfsins við æfingar. Eins var eftirfarandi ljósmynd tekin á Augusta en á henni eru allir þekktustu kylfingarnir sem eru með auglýsingasamninga við Rolex:  


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 09:44

The Masters 2016: Mickelson náði ekki niðurskurði

Phil Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurð á The Masters 2016. Hann er úr leik og spilar ekki nú um helgina, sem þykir frétt til næsta bæjar því Phil hefir sigrað 3 sinnum á The Masters (2004, 2006 og 2010). Annar sem ekki komst í gegnum niðurskurð er Charl Schwartzel en hann sigraði á The Masters árið 2011. Ernie Els komst að sjálfsögðu ekki gegnum niðurskurð en hann átti júmbó 1. hring upp á 80 högg þar sem hann 6-púttaði á 1. holu – Gjörsamlega ótrúlegt!!! Els hefir reyndar aldrei sigrað á The Masters en tvívegis orðið í 2. sæti þ.e. 2000 og 2004. Rickie Fowler gekk líka illa – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 09:00

The Masters 2016: Spieth enn efstur í hálfleik

Jordan Spieth átti mun slakari 2. hring en upphafshringinn en hann heldur enn forystu á The Masters. Fyrsta hring Masters lék Spieth á 66 glæsihöggum en 8 högga sveifla var á 2. hring, sem hann lék á 74 höggum. Á 2. hringnum hjá Spieth, sem var ansi skrautlegur, fékk hann 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Þetta er fyrsti hringur á Masters ferli Spieth sem hann spilar yfir pari. En nú munar bara 1 höggi á Spieth og Rory McIlroy. Spieth hefir spilað á 4 undir pari, 140 höggum (66 74) en Rory 3 undir pari, 141 höggi (70 71). Þeir tveir leika því í draumalokaráshópnum á The Masters og Lesa meira