Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 10:00

Ko og Spieth kylfingar ársins

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko og nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth voru valin kylfingar ársins 2015 af bandarískum golffréttariturum þ.e. GWAA (Golf Writers Association of America).

Þeim var afhent viðurkenningin við viðhöfn á Augusta National.

Lydia Ko er sem sagt á Augusta og fylgdist þar m.a. með helstu karlstjörnum golfsins við æfingar.

Eins var eftirfarandi ljósmynd tekin á Augusta en á henni eru allir þekktustu kylfingarnir sem eru með auglýsingasamninga við Rolex:

F.v.: Jack Nicklaus, Annika Sörenstam, Tom Watson, Lydia Ko og Adam Scott

F.v.: Jack Nicklaus, Annika Sörenstam, Tom Watson, Lydia Ko og Adam Scott